Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Page 16

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Page 16
14 an frá höfðingjanum Písander Polyktorsyni, það var hin fegursta gersemi; og sína gjöfina færði hver af Akkeum, voru það allt fagrar gjafir.« Víðar í fornritum eru gimsteinar nefndir. Bezt þekkjum við sögu þeirra af ritum rómverska sagna- ritarans Pliniusar, sem fórst í gosi Vesúvíusar 79 e. Kr. Síðan er hljótt um gimsteinana í bókmenntum Evr- ópu fram á elleftu öld. En þá er aftur tekið að gefa þeim gaum og rita um þá á Vesturlöndum, og síðan hafa þeir aldrei gleymzt í Evrópu. Harla mjög hafa skoðanir manna á gimsteinum verið blandnar hjátrú, eins og ég á eftir að víkja nánar að. En nú á dögum er áhugi vísindamanna vaknaður á sögu þeirra og gerð. Ennfremur fást nú ýmsir við að rannsaka efna- fræðislega hvaða hæfa kunni að vera fyrir trúnni á læknandi áhrif þeirra. Meðal búddhista gengur sú sögn, að undir tré vizk- unnar hafi staðið hásæti úr demanti, hundrað fet að ummáli. í hásæti þessu sat Búddha og fékk þar hinar æðstu opinberanir spekinnar. Nú á tímum er hásæti þetta hulið sandi og mold, svo að ekkert mannlegt auga fær það lengur litið. Demantamir, sem hafa verið taldir tákn hreinleik- ans, virðast hafa verið þekktir lengi á Austurlöndum, áður en þeir bárust til Evrópu. Samkvæmt þjóðsögun- um hafa þeir verið þekktir á Indlandi frá elztu tím- um, en í Evrópu er þeirra fyrst getið fyrir ca. 2000 árum. Harka demantsins og skærleiki hafa fyrst og fremst gefið honum gildi. Og sá máttur, sem honum hefir verið eignaður, stendur í sambandi við þessa eigin- leika. öðrum steinum fremur á hann að veita eigend-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.