Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Page 22

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Page 22
20 en slátra dúfu og láta blóðið drjúpa á hvítt klæði. Væri rúbíninn lagöur hjá blóðdropanum, átti liturinn aö vera eins á steininum og dropanum. Rúbínar eru fremur sjaldgæfir og því í háu verði, einkum hinir stærri. Safínnn er skyldur rúbíninum, en blár aö lit. Meðal búddhista hefur hann jafnan verið í miklum metúm, og á tólftu öld skipaöi Innocens III. páfi svo fyrir, aö safír skyldi vera í öllum biskupahringum. Safír- inn hafði líka löngum verið tákn trúarinnar. Hann þótti og hinn bezti verndargripur gegn illum öndum, töfrum og eitruðum dýrum. Enn var safírinn mikið notaður til lækninga, cinkum við augnsjúkdómum. Skyldi jafnan þvo hann upp úr köldu vatni, þegar hann væri notaður. Þessi viðhöfn minnir á hreinlæti það, sem nú er krafizt við allar lækningar, og er því athyglisverð. Smaragðinn hefur löngum verið talinn vizkusteinn mikill. Hugðu menn, að hann gæti sýnt fyrir óoröna hluti og afhjúpað sannleikann. Þess vegna var hann í miklum metum hjá þeim, sem óttuðust leynda óvinl og svikráð. Hann átti líka að skerpa minnið og veita mælsku. Nero keisari bar að sögn einglyrni úr smar- agð. Engu að síður féll hann í samsæri. Ekki þurfti það samt að rýra trúna á smaragðinn, því að Nero kunni ekki hina réttu aðferð. Hann átti nefnilega að bera smaragðinn undir tungunni, en ekki horfa í gegnum hann. Elskendur, sem þjáðust af afbrýði, sóttust mjög eftir smarögðum. Smaragðinn var svo fíngerður og næmur fyrir áhrifum, að hann átti að brotna, ef eig- andi hans reyndist ótrúr. Smaragðinn var talinn ágætur til lækninga, t. d. við augnveiki. Vafalaust stendur sú trú í sambandi við j
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.