Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Síða 24
22
ir til í Evrópu og fluttir til Afríku í ríkum mæli. i
lok síðustu aldar fluttu Þjóðverjar slíka helgigripi
út fyrir hundruð þúsunda marka árlega.
Agatinn, sem er kvarztegund, getur verið með ýms-
um litum. Helzta einkennið eru lög, vel aðgreind, en
stundum svo smágjör, að þau sjást ekki með berum
augum. Agatinn verður til í klettaholum, sem vatn
sígur í gegnum. Efni, sem berast uppleyst í vatninu,
setjast innan í holuna og skapa agatinn smátt og
smátt. Verða steinarnir því af hinni ólíkustu og fjöl-
breyttustu gerð. Þeir eru algengir vítt um heim og
því ódýrari en margir aðrir gimsteinar, nema lögun
og litblær séu einkar fögur og sjaldgæf. Agat er mikið
notaður í smærri skrautmuni, svo sem pennastengur,
öskubikara o. s. frv.
Allskonar agat er talinn gæfusteinn fyrir þá, sem
fæddir eru í tvíburamerkinu (frá 22. maí til 21. júní).
Chalcedon er úr kvarzi og skyldur agat. Hann hef-
ur verið þekktur í Assýríu og Babýlon 2500 f. Kr.
Hebrear mátu hann einnig mikils. í Opinberunarbók
Jóhannesar er hann nefndur sem þriðji hornsteinn í
múrnum umhverfis hina nýju Jerúsalem. Biskup
nokkur, sem reyndi að útskýra hvað þessir hornstein-
ar táknuðu, hélt því fram, að chalcedon táknaði glóð
samúðarinnar.
Samkvæmt grískri heimild frá þriðju eða fjórðu
öld, hafa sjómenn borið chalcedon til að firra sig sjáv-
arháska. Og sú trú mun hafa haldizt alllengi. Það er
sagt, að hvítur chalcedon sé ennþá í metum meðal
sveitakvenna í Suður-Evrópu, því að kýrnar eigi að
mjólka betur, ef húsmóðirin ber hann. Þessir steinar
finnast á íslandi (glerhallar, draugasteinar), svo að
húsmæður vorar ættu að geta veitt sér þennan kosta-
grip.