Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Side 31
29
einhver spekingurinn að leita sér einveru og næðis.
En hvað um það. Þarna er hann nú, lifandi maður
mitt í þessum einmanalegu óbyggðum. Fuglar skógar-
ins eru þegjandalegir og villt dýrin láta naumast á
sér bæra. Stundum talar hann orð og orð við sjálfan
sig: Ojá, drottinn minn og guð, segir hann. Þegar
hann er kominn upp úr votlendinu, nemur hann stað-
ar í þrifalegu rjóðri í skóginum og litast um, tekur af
sér baggann, röltir um nágrennið og lítur á það, kem-
ur svo aftur og lætur upp á sig malinn og heldur
áfram. Þetta gengur allan daginn. Hann aðgætir sól-
ina og veit hvað tímanum líður. Kvöld, og svo er
komin nótt. Þá fleygir hann sér út af og sofnar í
lynginu með handlegg undir höfðinu. Eftir fáeina
klukkutíma er hann aftur kominn á kreik, ojá, já,
góði guð, — heldur enn í norðurátt, lítur til sólar og
veit hvað framorðið er, matast svo og étur flatbrauð
og ost, drekkur vatn úr læk og svo af stað. Dagur-
inn líður og fer í þetta, líka þessi dagur. Það tefur
hann, að alltaf er hann að gá að einhverju, í þessum
skógi eru svo ótal margir ágætir blettir.
Að hverju er hann annars aö leita? Leitar hann að
landi? Leitar hann að jörð? Eða er hann að flýja í
burt frá allri mannabyggð? Hann hefur augun al-
staðar, af og' til hleypur hann upp á hóla og horfir
þaðan í kringum sig. Nú er sólin aftur að setjast.
Hann gengur dalverpi; að vestanverðu i því gengur
hann. Allrahanda tré, laufskógar og jarðvegur dúk-
aður grænu grasi. Tíminn er hlaupinn áður en varir.
Húmið færist yfir. Hann heyrir nið í á, örlítinn,
mjúkan nið í straumvatni. Þá lifnar hann við og það
glaðnar yfir honum, eins og lifandi vera sé að koma
til hans. Hann staðnæmist á hæð, lítur við og horfir
suður yfir landið. Dalur blasir við, barmafullur af