Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Síða 31

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Síða 31
29 einhver spekingurinn að leita sér einveru og næðis. En hvað um það. Þarna er hann nú, lifandi maður mitt í þessum einmanalegu óbyggðum. Fuglar skógar- ins eru þegjandalegir og villt dýrin láta naumast á sér bæra. Stundum talar hann orð og orð við sjálfan sig: Ojá, drottinn minn og guð, segir hann. Þegar hann er kominn upp úr votlendinu, nemur hann stað- ar í þrifalegu rjóðri í skóginum og litast um, tekur af sér baggann, röltir um nágrennið og lítur á það, kem- ur svo aftur og lætur upp á sig malinn og heldur áfram. Þetta gengur allan daginn. Hann aðgætir sól- ina og veit hvað tímanum líður. Kvöld, og svo er komin nótt. Þá fleygir hann sér út af og sofnar í lynginu með handlegg undir höfðinu. Eftir fáeina klukkutíma er hann aftur kominn á kreik, ojá, já, góði guð, — heldur enn í norðurátt, lítur til sólar og veit hvað framorðið er, matast svo og étur flatbrauð og ost, drekkur vatn úr læk og svo af stað. Dagur- inn líður og fer í þetta, líka þessi dagur. Það tefur hann, að alltaf er hann að gá að einhverju, í þessum skógi eru svo ótal margir ágætir blettir. Að hverju er hann annars aö leita? Leitar hann að landi? Leitar hann að jörð? Eða er hann að flýja í burt frá allri mannabyggð? Hann hefur augun al- staðar, af og' til hleypur hann upp á hóla og horfir þaðan í kringum sig. Nú er sólin aftur að setjast. Hann gengur dalverpi; að vestanverðu i því gengur hann. Allrahanda tré, laufskógar og jarðvegur dúk- aður grænu grasi. Tíminn er hlaupinn áður en varir. Húmið færist yfir. Hann heyrir nið í á, örlítinn, mjúkan nið í straumvatni. Þá lifnar hann við og það glaðnar yfir honum, eins og lifandi vera sé að koma til hans. Hann staðnæmist á hæð, lítur við og horfir suður yfir landið. Dalur blasir við, barmafullur af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.