Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Qupperneq 32
30
skuggum, en lengra út er allt opið og ekkert að sjá
nema himinblámann. Nú leggur hann sig fyrir og
sofnar. Næsta morgun breiðir landið sig út fyrir fót-
um hans, heilt konungsríki af frumskógi og beiti-
löndum. Hann heldur ofan í dalinn. Þarna er iðgræn
hlíð, en lengra niður frá blikar á vatn, það er áin.
Héri skýzt fyrir tré á bakkanum, tekur sig upp og
hendist yfir um ána í einu stökki. Maðurinn kinkar
kolli ánægjulega, eins og honum finnist að svona eigi
árnar að vera: Ekki breiðari en svo, að hérarnir leiki
sér að því að stökkva þær. Rjúpa þýtur upp úr skorn-
ingi, flögrar til og tyllir sér svo og hvæsir á móti
honum. Maðurinn hneigir sig aftur af velþóknun.
Bæði fuglar og villidýr. Það er eins og það á að vera!
Hann kafar í bláberjalyngi, hann veður um smá-
burknastóð og öslar gegnum grasflækjur og skógar-
stjörnur. Hér og þar nemur hann staðar og krafsar
ofan í jörðina með járni. Nú líkar honum: moldin
er þvöl og feit, hér hafa greinar af trjám fúnað nið-
ur um þúsundir ára og lauffallið hlaðizt niður öld
eftir öld og komið rækt í jörðina. Enn kinkar maður-
inn kolli og hugsar með sér: hér er þó verandi, gott
undir bú, það má nú segja. Hann er staðráðinn í að
setjast að. Tvo daga er hann á ferli þarna í kring að
kanna landið, en á kvöldin kemur hann aftur og
leggur sig til svefns á fleti, sem hann er þegar búinn
að koma sér upp undir berum himni, neðan til í hlíð-
inni, skammt frá hamri einum. Nú kann hann við
sig, er alveg eins og heima hjá sér, strax búinn að
eignast ból til að sofa í.
Verst hafði verið að finna staðinn, þennan sem
enginn hafði yfir að segja nema hann sjálfur. Nú er
nóg að gera; hann fer og flær næfra af trjánum; ein-
mitt núna er heppilegi tíminn til að taka þá. Hann