Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Side 33

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Side 33
31 tekur þá aðallega af trjám, sem lengra eru í burtu, pressar, þurrkar og bindur byrðar, sem hann heldur á alla leið ofan í byggð. Hann selur næfrana, en ber svo aftur til baka mat og verkfæri, heila sekkina af mjölmat, flesk og pott og rekur og þvíumlíkt, gengur þetta aftur og fram, alltaf berandi, hann er ekkert að hlífa sér við erfiðinu eða áburðinum, þetta er hon- um eins og lífsköllun, sem hann elskar og má ekki án vera, það er eins og hann þrái svona bakburð og finnist annað óviðunandi og sér naumast samboðið. Eitt kvöldið kemur hann með geitur í taumi, leiðir tvær mjólkandi og svo hafurkið, og auk þess hefur hann vitanlega byrði á bakinu. Hann var fjarska nær- gætinn við skepnurnar og jafn ánægður og það væru úrvals kýr, sem hann væri að teyma heim til sín. Ferðamaður kemur gangandi stígana, fyrsti gestur- inn sem heimsækir hann þarna og er Lappi. Sá hefur komið auga á geiturnar og skilur óðara að hér er innflytjandi að setjast að í skóginum. Lappinn mælti: Ætlar þú að búa hér? Já, segir maðurinn. — 0g hvað heitirðu? — fsak. Þú getur ekki vænti ég vísað mér á vinnustúlku? — Nei, en það er velkomið að ég nefni það þar sem ég kem. — Æi-já, gerðu það; og segðu að ég eigi skepnur, en hafi enga manneskju til að líta eftir þeim. Nú einmitt, ísak. Lappinn ætlaði að geta um þetta allt saman. Þetta er enginn flækingur eða flóttamenni, það er engin hætta á því, hann segir til sín fúslega og hiklaust, bara heiðarlegur alþýðumað- ur, verkamaður, sem engum öðrum er háður og strax byrjaður að ryðja mörkina. Hann er búinn að bi’jóta töluvert land, rífur úr því grjótið og hleður girðing- ar; svo slær hann gras handa geitunum og þurrkar það. Um haustið hlóð hann sér hús úr hnausum, hlýjan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.