Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Qupperneq 33
31
tekur þá aðallega af trjám, sem lengra eru í burtu,
pressar, þurrkar og bindur byrðar, sem hann heldur
á alla leið ofan í byggð. Hann selur næfrana, en ber
svo aftur til baka mat og verkfæri, heila sekkina af
mjölmat, flesk og pott og rekur og þvíumlíkt, gengur
þetta aftur og fram, alltaf berandi, hann er ekkert
að hlífa sér við erfiðinu eða áburðinum, þetta er hon-
um eins og lífsköllun, sem hann elskar og má ekki án
vera, það er eins og hann þrái svona bakburð og
finnist annað óviðunandi og sér naumast samboðið.
Eitt kvöldið kemur hann með geitur í taumi, leiðir
tvær mjólkandi og svo hafurkið, og auk þess hefur
hann vitanlega byrði á bakinu. Hann var fjarska nær-
gætinn við skepnurnar og jafn ánægður og það væru
úrvals kýr, sem hann væri að teyma heim til sín.
Ferðamaður kemur gangandi stígana, fyrsti gestur-
inn sem heimsækir hann þarna og er Lappi. Sá hefur
komið auga á geiturnar og skilur óðara að hér er
innflytjandi að setjast að í skóginum. Lappinn mælti:
Ætlar þú að búa hér? Já, segir maðurinn. — 0g hvað
heitirðu? — fsak. Þú getur ekki vænti ég vísað mér
á vinnustúlku? — Nei, en það er velkomið að ég nefni
það þar sem ég kem. — Æi-já, gerðu það; og segðu
að ég eigi skepnur, en hafi enga manneskju til að líta
eftir þeim. Nú einmitt, ísak. Lappinn ætlaði að geta
um þetta allt saman. Þetta er enginn flækingur eða
flóttamenni, það er engin hætta á því, hann segir til
sín fúslega og hiklaust, bara heiðarlegur alþýðumað-
ur, verkamaður, sem engum öðrum er háður og strax
byrjaður að ryðja mörkina. Hann er búinn að bi’jóta
töluvert land, rífur úr því grjótið og hleður girðing-
ar; svo slær hann gras handa geitunum og þurrkar
það.
Um haustið hlóð hann sér hús úr hnausum, hlýjan