Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Síða 36

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Síða 36
34 Sniðugt tiltæki og trúlegast að guð hafi skotið hug-, myndinni að honum. Nú var hann hólpinn með gjafa- lagið, þó að hann þyrfti að bregða sér frá dag og dag. Allt þetta gekk ágætlega langt fram á haust. Þá kom hríð, svo rigning, síðan aftur snjókoma og fönn. Þá fór það að lakast, allt fór í vitleysu. Stampurinn fylltist af krapi á stuttum tíma og kippti hlemmnum frá löngu fyrr en hann mátti. Þá setti ísak lok yfir og það dugði fyrst í stað. En þegar veðráttan harðn- aði gaddfraus vatnið og allt stóð kyrrt. úr því urðu geiturnar að gera sér að góðu skort við og við, rétt eins og eigandinn hafði stundum orðiö að láta sér lynda. örðugt var það, maðurinn þurfti hjálpar við á heimilinu, en hún lá ekki á lausu. Jæja, livað var þá að fást um það? Hann dyttaði að kofanum og setti á hann tvírúðaðan glerglugga. Það var eftirminnilegur dagur, þegar dagsljósið streymdi inn um glerið í fyrsta sinn, svo að kofinn varð glóbjartur hornanna á milli. Nú þurfti ekki lengur að kynda eld um há- daginn, einungis til að fá birtuna í húsið. Onei, hann situr inni og smíðar við dagsbirtu nú orðið. Dagrenn- ing og framför, ojá, guði sé lof fyrir þaö. Hann las ekki bækur, en hafði þó sínar hugmyndir um guð og tilveruna, hugsaði oft um þau efni, taldi það sjálf- sagt og ekki duga að trassa það, bæði vani og skylda, fannst honum. Stjörnuskin og þytur í skógi, einvera, snjóar, máttarvöld jarðríkis og yfirvöld himnanna verkuðu á hann. Hann gerðist djúpt hugsandi og há- tíðlegur í fasi við og við, syndugur maður og guð- hræddur, sem bar lotningu fyrir helgihaldi og þvær sig þessvegna á sunnudögum, en erfiðar þó jafnt og aðra daga. Vorið kom. Hann stakk upp akurinn og setti niður jarðepli. Geiturnar báru, búið óx, orðin 7 höfuðin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.