Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Blaðsíða 37
35
með öllu og öllu, smáu og stóru. Hann stækkaði húsið
þeirra vegna seinni tímans og setti á það glugga.
Framför og dagrenning á öllum sviðum.
Og eitt kvöldið er hún svo allt í einu komin, bara
sjálfki-afa heim til hans, hjálpin, sem á vantaði áheim-
ilið. Fyrst horfði hann á hana langan tíma ráfa út
og suður hlíðina ofan við kofann. Það er eins og
hún þori varla að koma heim, eins og hún sé rög og
feimin og komi sér ekki að því. En um náttmálin
stendur hún samt á hlaðinu, loksins þó. Mikil vexti
og dökkeygð, þrifleg kona og hreystileg, handmikil
og þykkhent og kraftaleg, með lappaskó á fótum, þó
að hún sé ekki lappaættar sjálf, og ber dótið sitt á
öxlinni í kálfsskinnspoka. Sennilega er hún byrjuð að
færast upp á aldurinn, með virðingu vægilega sagt:
kona um þrítugt að minnsta kosti.
Hún heilsaði og flýtti sér að segja: Ég er á leiðinni
yfir fjallið og kom bara við svona hinseigin.
Nú, sagði hann og skilur hana strax, og þó er hún
fjarska óskýrmælt og snýr sér þar að auki frá hon-
um. — Já, sagði hún. En það er svo voða langt að
ganga þetta. — Já, segir hann. Svo þú ætlar yfir
fjallið? — Já. — Og til hvers þangað? — Skyldfólkið
mitt á þar heima. — Nú, áttu þar skyldfólk? Hvað
heitirðu? — Inger. — En þú? — fsak. — Ertu mað-
urinn, sem á heima hérna í skóginum? — Já. Og bú-
skapurinn er nú svona eins og þú getur sjálf séð,
ekki merkilegri. — Nú, það er naumast, segir hún og
leggur talsverða aðdáun í róminn.
Honum var fram farið í að hugsa og dettur stvax
í hug, að stúlkan eigi erindi. Kannske hún hafi farið
af stað í fyrradag og ætli ekki lengra. Hver veit nema
hún sé búin að frétta, að hann sé konulaus. — Komdu
3*