Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Qupperneq 46
44
f 1900 ár hafa mennirnir haldið því áfram. Enn
geysar borgarastyrjöldin, þar sem bræður berjast og
sonur vegur föður. í 1900 ár hefur mönnunum verið
að vaxa máttur, máttur til að gera náttúruna sér und-
irgefna, láta orku vatns og vinda gera lífsbaráttuna
léttari, byggja háar hallir og finna upp vélar. Enn
virðast því engin takmörk sett, hve langt þeir geta
komizt í snilli sinni og hugviti. En hvað hefur þeim
aukizt mikið mátturinn til að útrýma erföasyndinni,
og lifa samkvæmt boði mannvinarins mikla? Sýnast
það ekki vera smámunir einir, sem hann hefur kraf-
ist af mönnunum, hjá því, sem þeir hafa afkastaö?
Eða er því raunverulega þannig varið, að það þurfi
meiri mátt til að elska óvin sinn, gjöra þeim gott, sem
hata mann, biðja fyrir þeim, sem sýna ójöfnuð, held-
ur en að byggja háar hallir og nema ný lönd? Er það
vegna vanmáttar mannanna, að þeir ekki gefa þeim
sem biður og krefjast þess aftur, sem tekið er?
Þó að máttugur og sannur maður, eins og Gyðing-
urinn frá Nazaret, sem liföi og dó fyrir meira en 1900
árum færi að berjast gegn erfðasyndinni, myndi lýð-
urinn hrópa: Krossfestið hann, krossfestið hann. Og
þó er eina ráðið til þess, að mennirnir hætti að ber-
ast á banaspjótum, gegn því að þúsundir manna séu
húsnæðislausir og miljónir svelti, á meðan næg húsa-
kynni eru til og kornhlöður fullar af matvælum, —
eina ráðið er það, að allir sitji við eldinn en ýti ekki
hver öðrum frá. Eina ráðið til að útrýma ósanngjörn-
um dómum, er að sýkna aðra. Eina ráðið til að vera
elskaður, er að elska aðra. Ennþá vantar mennina
máttinn til aö breyta eins og þeir vita réttast. Enn-
þá vantar þá þann máttinn, sem mest á veltur fyrir
hamingju þeirra, fyrir sál þeirra.