Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Síða 50
48
stofnaði hann og stjórnaði honum fyrstu átta árin
hefur haft óvenju mikla trú á íslenzkri alþýðu og
menntaþrá hennar, en jafnframt skilning á gildi
sjálfsmenntunar og hagkvæms náms. Þetta hefur
mjög markað skólanum stefnu og gefið honum gildi.
Hann er líka sprottinn upp úr jarðvegi í héraðinu, til
þess að fullnægja kröfum og þörf þeirra sem byggja
sveitirnar og eiga að taka þær í arf. Þess vegna hef-
ur skólinn mætt skilningi og samúð heima fyrir.
í þessu efni nýtur hann betri aðstöðu en flestir eða
allir aðrir skólar á landinu. Hann á sér vaxtarskilyrði
í velvild og trausti fólksins í héraðinu, sem geta
reynzt honum þung á metunum í framtíðinni, ef vel
er á haldið.
Nýir straumar.
Á viðhorfi til skólamála hafa orðið stórfelldar
breytingar. Alþýðukennarar barna og unglinga eru
horfnir frá þululærdómi og takmarka bóknám og
fyrirlestra meir og meir en taka upp íþróttir, söng
og vinnunám. Hér, sem annarstaðar er meðalhófið
vandratað og má hvorki vera of eða van. Kennarar
eru búnir undir bóklega kennslu mest. Nútímafólkið
krefst hagkvæmrar kennslu. Nemendurnir óska eftir
skemmtilegu námi, sem þroskar og veitir starfsþránni
fullnægju. Þegar skólanemendur eru spurðir að því,
hvaða námsgrein þeim sé geðfelldust, er svarið venju-
lega á þessa leið: íþróttir, handavinna, teikning, eðlis-
fræði, reikningur. Þetta eru þau námsefni, sem gefa
aktíva starfsemi, fullnægja þörfum hvers og eins í
því að vinna sjálfstætt, og gefa fjöri og gleði lausan
taum.
Til þess að fullnægja þessum og öðrunv kröfum,
verður kennarinn að vera undir starf sitt búinn, og