Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Síða 51
49
að hafa aðstöðu til að fylgjast með tímanum. Til þess
að vera með lífi og fjöri í starfinu þarf hann að
veita öllum ferskum straumum viðtöku og handsama
það gott, sem þeir hafa að flytja, lifa og hrærast í
nýjum tíma, nýjum hugsunum og störfum meira en
við gamlar glæður.
Við okkur blasir nýr tími, er sumum þykir næsta
raunsær, sem þó hefur það til síns ágætis, að reynt
er að byggja á traustum grunni, en hvorki á lausum
sandi né hverfulum skýjum.
Fraiiikvæindir á Lauguiu.
Það er eitt aðalhlutverk skóla, að samræma æskuna
þeim kröfum, sem nútíminn og framtíðin gera til
hennar. Þetta hefur ávallt gefið Laugaskóla svip og
menningargildi. Það birtist í kennsluháttum skóla-
stjórans fyrrverandi, vinnunámi, íþróttum og félags-
lífi og þeim framkvæmdum, sem hann hrinti af stað.
Nútíminn heimtar meiri þjálfun og hraða, meiri
kraft. Leikfimi og íþróttir eiga að veita þessa hluti.
Skólinn hefur fengið góð skilyrði til líkamsmenning-
ar með sundlauginni og fimleikahúsinu nýja. Aukið
vinnunám á að veita þjálfun og tækni. Skólamenntun
beinist nú meir og meir að raunsæjum efnum víðast
livar. Stærðfræðin skerpir þá skýru hugsun, sem efn-
ishyggjan þarfnast. Eðlisfræðin verður nauðsynleg
undirstaða vaxandi vélavinnu og vélgengi. Rafstöð
skólans getur orðið gott vopn í höndum í þeirri sókn,
auk þeirra hlunninda og orku, sem hún veitir til dag-
legra þarfa.
Ræklun.
Skólinn á nokkuð af landi. Sumt af því er komið í
rækt. En það þarf að aukast. Honum á að vera kapps-
4