Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Qupperneq 54
efla skapgerð og' þroska, hugmyndaflug og idealisma.
Allar almennar námsgreinar geta gert það, ef vel er
á haldið. Enginn skóli má gleyma nemandanum, ein-
staklingssérkennum hans, því sem lyftir hverjum ein-
um á æ hærra og hærra stig drengskapar og snilli.
Góðar fyrirmyndir og fagrar listir verða beztu leiðar-
ljósin á þessum vegum. Listamenn og sannir dreng-
skaparmenn gefa þann eld í aðra hönd, sem hér er
þörf á.
Við eigum að flytja fegurðargyðjuna inn í skóla-
stofuna, inn á heimilin. Og listadísin á að anda hlýj-
um blæ skilnings og mildi yfir hversdagslíf allra, sem
hærra vilja horfa.
Með fullri virðingu fyrir allri heiðarlegri vinnu og
nauðsyn þess að búa nemendurna undir lífið, má eng-
inn skóli og enginn kennari missa sjónar á því, sem
gerir mennina tigna og stóra. Þrátt fyrir einangrun
og erfið kjör má aldrei gleyma því, að hið raunveru-
lega gildi einstaklingsins, það sem gerir hann að
manni, byggist á göfugri skapgerð, heilsteyptum vilja
og festu til að standa vel í stöðu sinni, hver sem hún
er.
Niðurlagsorð.
Ég er gamall nemandi frá Laugum. Frá liðnum tíma
á ég góðar minningar bundnar við þenna stað og
skólanum margt að þakka. Veit ég að fjöldi gamalla
Laugamanna er á sama máli. Það veldur því, aö
margir þeirra halda enn tryggð við skólann. Þeir
þakka honum og kennurum hans fyrir það, sem þeir
hafa vaxið og þroskazt við dvölina á Laugum. Þeir
þakka fyrir áhugayl, sem ornaði þeim, og verðmæti,
sem þeim voru gefin.
Og þeir óska skólanum. góðrar framtíðar undir
nýrri stjórn. Þóroddur Guómundsson,