Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Page 57
55
Ef svo margir eru því meðmæltir, að undirbúa
stofnun slíks sambands, sem hér um ræðir, að tæki-
legt þyki að hefjast handa í því máli, þá virðist okkur
eðlilegast, að þeir mæli sér mót — einn fyrir stjórn
nemendafélags hvers skóla, til þess að koma sér saman
um ýtarlegri lög og stefnuskrá handa sambandinu, er
síðan verði lögð fyrir almennt mót hvers nemendafé-
lags til athugunar og samþykktar. Stofnun sambands-
ins getur naumast orðið formleg, fyrr en nemendafé-
lögin hvert í sínu lagi hafa komið sér saman um lög
og stefnuskrá fyrir það og kosið fulltrúa til að mæta
fyrir sína hönd á sameiginlegu móti. Hlutverk þess
móts yrði síðan, að ganga til fullnustu frá lögum sam-
bandsins, kjósa stjórn þess, svo og ákveða nánar um
útgáfu ritsins og undirbúa önnur þau mál, er sam-
bandið hyggðist að hafa til meðferðar á næsta starfs-
tímabili.
Þessi fundur einstakra manna, til að undirbúa mál-
ið, þyrfti að komast á næsta vor, helzt svo snemma,
að ef eitthvert nemendafélag héldi þó mót sitt, þá
gæti það fengið frumvarp fundarins til meðferðar.
Er mjög æskilegt að í bréfum til okkar komi fram
tillögur um, hvar sá fundur skuli haldinn, ef til hans
verður stofnað, og þurfa síðan þeir, sem þar búast
við að mæta, að koma sér nánar saman um það bréf-
lega, hvar staðurinn verður. Viljum við benda á, að
heppilegt muni vera að hann yrði haldínn á Reykjum
í Hrútafirði.
Laugum 20. jan. 1934.
Með virðingu og trausti:
Stjórn Nemendasambands Laugaskóla.
Þorgeir Jakobsson. Bragi Sigurjónsson.
Jón Iír. Kristjánsson.