Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Side 66
64
ar þeirra ávalt þær sömu: Hressandi eins og lindar-
vatn, en Ijúfar og hlýjar líkt og regn í gróindum.
Goian þýtur í barrskóginum og sveigir krónurnar.
Hún hreyfir blööin á hlyn og eik í lundum lauftrjánna.
Fossinn segir mér sögur og æfintýri. Vatniö í
Gautelfi hefur víöa farið. Sumir dropar þess hafa í
þokubólstrum svifið yfir Sulitjelmaf jalli og Jötun-.
heimum, þar sem huldumeyjar og dvergar búa. Aðiúr
koma meö vindunum austan úr köldu vetrarlandi, þar
sem frostin láta braka í risavöxnum trjám barrskóg-
anna og rjúfa næturþögnina, eða þá frá landinu, þar
sem skógarguðinn Pan ræður ríkjum og Appollo leikur
á hörpu sína, en dísir trjánna stíga léttan dans. Ef
til vill hefur sumt af þessum veigum komið sunnan
úr hitamóðu fenjaskógarins, þar sem villinautin baða
sig á heitum dögum og fílarnir svala þorsta sínum í
elfum og lækjum. Hér er vatn, sem hefur stigið upp
af öldum Atlantshafsins á léttum vængjum.
Daggardroparnir glitra við fætur fossins. Þeir
hafa hver sína sögu að segja.---------
Er mig að dreyma? Ég geng í limgöngum linditrjáa,
þar sem sýrenur blómgast. Við fætur mér eru ane-
mónur og sjöstjörnur. Hörpusláttur berst að eyrun-
um. Nú þekki ég lagið. Það er Stándchen eftir Schu-
bert. Svo eru leikin fleiri lög, hvert af öðru, öll eftir
Schubert. Hinn óviðjafnanlegi snillingur talar nú til
mín í vökusvefni gegnum óminn í fossinum. Ég ætla
að biðja hann að birtast í fossanið og lækjahjali, þeg-
ar ég kem heim. Indæla tónskáld! Minntu mig á lög-
in þín á kvöldin, þegar ég sofna, og á morgnana, þeg-
ar sólin rís. Láttu fjallablæinn og laufvindana flytja
þau inn um gluggann minn.