Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Page 66

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Page 66
64 ar þeirra ávalt þær sömu: Hressandi eins og lindar- vatn, en Ijúfar og hlýjar líkt og regn í gróindum. Goian þýtur í barrskóginum og sveigir krónurnar. Hún hreyfir blööin á hlyn og eik í lundum lauftrjánna. Fossinn segir mér sögur og æfintýri. Vatniö í Gautelfi hefur víöa farið. Sumir dropar þess hafa í þokubólstrum svifið yfir Sulitjelmaf jalli og Jötun-. heimum, þar sem huldumeyjar og dvergar búa. Aðiúr koma meö vindunum austan úr köldu vetrarlandi, þar sem frostin láta braka í risavöxnum trjám barrskóg- anna og rjúfa næturþögnina, eða þá frá landinu, þar sem skógarguðinn Pan ræður ríkjum og Appollo leikur á hörpu sína, en dísir trjánna stíga léttan dans. Ef til vill hefur sumt af þessum veigum komið sunnan úr hitamóðu fenjaskógarins, þar sem villinautin baða sig á heitum dögum og fílarnir svala þorsta sínum í elfum og lækjum. Hér er vatn, sem hefur stigið upp af öldum Atlantshafsins á léttum vængjum. Daggardroparnir glitra við fætur fossins. Þeir hafa hver sína sögu að segja.--------- Er mig að dreyma? Ég geng í limgöngum linditrjáa, þar sem sýrenur blómgast. Við fætur mér eru ane- mónur og sjöstjörnur. Hörpusláttur berst að eyrun- um. Nú þekki ég lagið. Það er Stándchen eftir Schu- bert. Svo eru leikin fleiri lög, hvert af öðru, öll eftir Schubert. Hinn óviðjafnanlegi snillingur talar nú til mín í vökusvefni gegnum óminn í fossinum. Ég ætla að biðja hann að birtast í fossanið og lækjahjali, þeg- ar ég kem heim. Indæla tónskáld! Minntu mig á lög- in þín á kvöldin, þegar ég sofna, og á morgnana, þeg- ar sólin rís. Láttu fjallablæinn og laufvindana flytja þau inn um gluggann minn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.