Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Qupperneq 83
8Í
— ------i þessum hvammi er gott að hvílast um
stund og njóta þeirrar dásamlegu fegurðar, sem héðan
blasir við augum okkar. Engin orð, ekkert málverk
fær til fullnustu lýst henni; en í hug okkar mótast
mynd þessa sumarkvölds og geymist þar, hver veit
hvað lengi. Og þótt á hana setjist móða frá »fallandi
tímanna fossi«, þá munum við síðar, jafnvel þegar
»næðingarnir geysa og barmur jarðar frýs«, geta
strokið þá móðu af, líkt og dögg af gluggarúðu, horft
á ný, sem í ljúfri leiðslu, á þessa kvöldfegurð, og
gleymt bæði stund og stað.
— Þarna rís Laugai-hólsfjallið með léttan roða um
gnípur og gilbarma, en dimmblátt húm sumarnætur-
innar í gljúfrum og grænum hvömmum. Það speglast
í lygnum fleti vatnsins, sem í fágaðri skuggsjá. Og
Bjarkey teygir sig úr landskugganum fram í ljómann
til þess að spegla þar líka sitt djásn og prýði, birki-
hríslur, reynivið og hvannstóð.
— Um gamla bæinn á Laugarhóli vefjast gufuslæð-
ur frá lauginni, svo að hann minnir á roskna og ráð-
setta konu, sem seint á kvöldi breiðir ofan á sig sæng-
ina sína og hyggst að sofa svefni hinna réttlátu. _En
nýja húsið, háreist með glampandi gluggarúðum og
gufustrók upp frá mæninum, er líkt þeim æskumanni,
sem sett hefur sér hátt mark að keppa að og er órag-
ur að bjóða birginn.--------Sérðu hve hinn blái litur
á Hofstaðahálsum er undursamlega mildur og þó svo
heillandi? — En fjarst, úti við sjóndeildarhringinn,
líkust einhverri dularfullri æfintýraborg, gnæfa
gljúfrafjöllin með ókleifa hamraveggi og hvítar fann-
breiður milli tröllslegra tinda, sem nú eru þó nokkuru
mildari á svip en endranær, vegna blíðuatlota kvöld-
sólarinnar. — Hátt yfir þeim ber við ljósbláan himin-
inn litskreytt skýjabönd, björt eins og brennandi skíð
6