Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1934, Page 94
92
pör skíði. Enn smíðuðu nemendur dálltið fyrir sjálfa sig utan
þessara kennslustunda.
r-
Eldri deild.
Kennslubækur og námshættir.
ÍSLENZKA. 3 st. á viku. Notuð málfræði Benedikts Björns-
sonar og Setningafræði eftir Freystein Gunnarsson. Ein rit-
gerð (heimastíll) á viku og skriflegar greiningar oft.
DANSKA. 3 st. á viku. Kennslubók Jóns Ófeigssonar og
Jóh. Sigfússonar, 3. hefti allt. Dönsk lestrarbók eftir Jón 0-
feigsson og Sigurð Sigtryggsson til bls. 110.
ENSKA. 3 st. á viku. Geirsbók kennd líkt og í y. d.
MANNKYNSSAGA. 2 st. á viku. Mannkynssaga handa ung-
lingum eftir Þorl. H. Bjarnason, öll bókin.
LANDAFRÆÐI. 3 st. á viku. Landafræði Karls Finnboga-
sonar, Suður-Evrópa og' út álfurnar.
NÁTTÚRUFRÆÐI. 3 st. á viku. Plönturnar.
EÐLISFRÆÐI. 3 st. á viku. Fysik for Mellemskolen I eftir
Th. Sundorph notuð. Lítið hægt að gera af tilraunum sökum
áhaldaleysis.
REIKNINGUR. 3 st. á viku. Reikningsbók Ólafs Danielsson-
ar að rúmmáli.
SUND. 3 st. á viku.
SAUMAR. 4 st. á viku. Kenndir líkt og hjá y. d.
Verklega deildin.
Kennt var á smíðaverkstæðinu og' saumastofunni mestan
hluta dagsins frá kl. 8 f. h. til kl. 7 e. h. utan matarhléa.
Smíðaðir voru þessir munir: 19 borð, 23 stólar, 3 skrifborð,
6 bókahillur, 5 langbekkir, 1 vefstóll, 1 bókaskápur, 1 líkkista,
7 klæðaskápar, 1 bríkabekkur, 5 ferðatöskur, 6 ferðakistur,
14 pör skíði, 1 raflampi, 1 brauðskúffa, 1 hornskápur, 1 sorp-
tína, 2 »bob«, 2 rúmstæði, 1 dívan, 4 hefilbekkir, 2 náttskápar,
3 kommóður, 3 langheflar, 1 »hestur«, 1 hjólbörur, 1 skólatafla,
4 kistlar, 1 púlt, 3 stofuhurðir, 1 svefnbekkur, 1 eldhúsborö,
2 myndarammar.
Þetta var saumað: 10 jakkar, 18 síðbuxur, 10 vesti, 8 poka-
buxur, 1 stakkur, 35 leikfimibuxur.
Auk þess saumuðu námsmeyjar eldri og yngri deildar í
kennslustundum, auk útsaums: 13 milliskyrtur, 8 náttföt, 15