Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 12

Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR Vöxtur, þroski, þjónusta Dœmisagan um súrdeigið Eftir Janet L. Kangas Ritningarvers: Mt 13.3 Sjálfvirka brauðvélin er nýjasta uppfinningin, sem hjálpar hús- mæðrum, sérstaklega þeim sem bæta vinnu utan heimilisins við heimilisstörfin. Þú kemur efni brauðsins fyrir í kringlóttu formi, og stillir síðan tímarofann á réttan tíma fyrir baksturinn að hefjast, þannig að þú hefur nýbakað brauðið tilbúið nákvæmlega á þeim tíma sem þú óskar. Á ákveðinni stundu, samkvæmt still- ingu tímarofans, byrjar undravélin að snúa litlum spaða sem komið er fyrir á botni formsins, en hann blandar deigið og hnoðar brauðið. Þar næst stansar vél- in, svo að brauðið lyfti sér. „Heili“ vél- arinnar ræður því, hvenær lyftingunni er lokið, og að tími sé kominn til að hnoða brauðið að nýju. Þegar brauðið hefur lyft sér að nýju kveikir „heilinn“ á ofn- inum og seinna slekkur hann á ofninum á jafn sjálfvirkan hátt og þar með er brauðið bakað. Til þess að fá nýbakað brauð í morgunverðinn, lætur þú þessa starfsemi hefjast á ákveðnum tíma næt- urinnar og allt er tilbúið þegar þú ferð á fætur. En lykillinn að þessari framkvæmd er fólginn í þeim krafti sem er að finna í brauðgerinu. Mjölið, vökvinn og bragðefnin, án gersins, myndu verða að steinhörðu brauði. En þar eð flest okkar kjósum okkur brauð með léttri lyftingu, skiljum við vel, hvers vegna Jesús lætur súrdeigið tákna „lífgandi máll Guðs náðar, sem gerir okkur móttækileg fyrir gjöfum hans.“ '. Súrdeigið hefur upp- hefjandi mátt. TVENNS KONAR SÚRDEIG í Gamla testamentinu hefur súrdeigið gagnstæða merkingu og hennar gætti einnig á tíma Jesú, því að hann varar við hræsnissúrdeigi faríseanna og sad- dúkeanna (Mt 16.6). Súrdeigið, sem Gamla testamentið talar um, er hefð- bundin táknmynd andlegrar spillingar. Það vekur því undrun, að Jesús notar súrdeig sem tákn Guðs ríkis. Tilgangur Jesú getur hafa verið sá að bera saman andstæður - hinn „lífgandi mátt náðar Guðs sem gerir okkur mót- tækileg fyrir gjöfum hans”, og mátt syndarinnar. Hið síðarnefnda súrdeig þarf ekki að hafa undirtökin. Því er hægt að útrýma eins fullkomlega eins og Gyðingarnir útrýmdu öllu súrdeigi fyrir páskavikuna og þess í stað er hægt að setja súrdeig Guðs ríkis. í samræmi við þetta skrifaði Páll: „Hreinsið burt gamla súrdeigið, til þess að þér séuð nýtt deig, enda eruð þér ó- sýrðir. Því að páskalambi voru er slátr- að, sem er Kristur. Höldum því hátíð, ekki með gömlu súrdeigi né með súr- deigi illsku og vonsku, heldur með ó- sýrðum brauðum hreinleikans og sann- leikans“ (lKor 5.7,8). Menn áttu að losa sig við gamla súr- deigið, og þá kemur Kristur með tákn- mynd um nýtt súrdeig, sem táknar ríki Guðs (Mt 13.33). Gamalt og nýtt súr- deig á ekki saman, annað verður að víkja fyrir hinu. Við skulum rannsaka nánar þetta nýja súrdeig. Ellen G. White lýsir áhrif- um nýja súrdeigsins: „Þegar súrdeig sannleikans er í hjartanu, stjórnar það löngununum, hreinsar hugsanimar og hefur bætandi áhrif á framkomuna. Það hefur örvandi áhrif á mátt huga og sálar. Það eykur næmi tilfinninganna og gerir hæfari til þess að elska“.2. Einstaklingurinn lokar ekki hinn örf- andi kraft inni í sjálfum sér. Eins og á- hrif súrdeigsins leita út á við og þenja brauðið út þannig berast jákvæð áhrif hins andlega súrdeigs frá einu hjarta til annars. Því segir Jesús: „Líkt er himna- ríki súrdeigi" og hin góðu tíðindi þess rísa upp hið innra í hjörtum okkar. Þetta skýrir orð Lúkasar:„Guðs ríki er hið innra með yður“ (Lk 17.21). Eðli Guðs ríkis opinberast í Lk 4.18. Það flytur fátækum fagnaðarerindið, boðar bandingjum lausn, gefur blindum sýn og lætur þjáða lausa. Áhrifin frá súrdeigi Guðs ríkis, boðin um lausn undan synd, eiga að berast út frá okkur um víða veröld. Þannig nálgumst við það að geta samræmt þessar tvær túlkanir súrdeigs- ins. Táknmynd Gamla testamentisins snýst um að hreinsa burt mátt hins illa á meðan táknmynd Nýja testamentisins fjallar um að náðarboðskapurinn um lausn undan valdi Satans nái til alls heimsins. AÐ LEYSA SÚRDEIG ÚR LÆÐINGI Á ýmsum tímum sögunnar hefur Guð sent mannkyninu súrdeig sitt. Hann sendi ísraelsmenn frá Egyptalandi til þess að gera Guð vegsamlegan í augum heimsins. Sú aðferð mistókst. Hann sendi Jesú til jarðarinnar til að deyja fyrir mannkynið og til þess að hefja hina kristnu hreyfingu Nýja testament- isins. Dýrð þeirrar hreyfingar dvínaði í myrkri miðaldanna. Þá gerði Guð súr- deigið virkt á ný í siðbótinni. En þó sú hreyfing hafi haft sterk og víðtæk áhrif voru umbætur hennar ekki nægilega gagngerar. Tímarofi Guðs hóf þá það tímabil, sem samkvæmt spádómum Biblíunnar kallast „tími endalokanna”. Þetta gerðist 1844. Hópur manna og kvenna tók að flytja heiminum súrdeig himinsins - boðskap Guðs um frelsi frá áhrifum Satans. Þannig hófst aðventhreyfingin - lúð- urhljómur hinna þriggja engla. Annar 12 Aðventfréttir 4.1992

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.