Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 14

Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUfí Hinn fullkomni söfnuður - Hvers vegna er hann ekki til staðar? Dœmisagan um illgresið Eftir Joel Musvosvi Ritningarvers: Mt 13.24-30 / upphafi starfsemi sinnar átti Jesús miklum vinsældum að fagna. En á öðru starfsári hans hófst andstaða gegn kenningum hans aðallega frá leiðtogum fólksins. Þeir hvöttu fólkið til vantrúar á boðskap hans. Þessi breytta afstaða áheyrendanna olli því, að Jesús tók að nota aðra starfs- aðferð en upphaflega og flutti nú boð- skap sinn að miklu leyti í dæmisögum. Fylgjendur hans skildu vel boðskap dæmisagnanna, en þessi boðunaraðferð var honum vernd gegn árásum óvina hans. Orðið „dæmisaga" þýðir, að and- leg sannindi eru fólgin í frásögn um hversdagsatburði. Jesús notaði mest þessa aðferð þegar hann flutti boðskap, sem líklegt var að æsa myndi mótstöðu gegn starfi hans. Þess vegna er það gagnlegt, að við kynnumst ríkjandi kringumstæðum, þegar hver dæmisaga var sögð til þess að skilja betur kjarna þeirra sanninda, sem Jesús var að flytja. í 13. kafla Matteusarguðspjalls segir Jesús frá manni, sem sáði hveiti í akur sinn. Að nóttu til sáði óvinur hans ill- gresi í sama akur. Og fyrst í stað var enginn munur sjáanlegur á hveitinu og illgresinu. Seinna sáu þjónarnir, hvað gerst hafði, og þeir sögðu herra sínum frá því. Þjónamir buðust til að uppræta illgresið, en húsbóndinn afþakkaði það, vegna þess að það myndi hafa neikvæð áhrif á hveitið. Hvílík saga - svo ein- föld en samt svo djúphyggin! DEILAN MIKLA Hinn þekkti þýski guðfræðingur Helmut Thielicke segir um þessa dæmisögu í bók sinni Faðirinn, sem beið: „Þessi dæmisaga fjallar um alvar- lega hættu - leyndardómsfullan kraft, sem er hvarvetna að verki”.'. Hann segir ennfremur, að þennan kraft sé ekki ein- ungis að finna í miðstöðvum spillingar- innar, heldur geti hann gert vart við sig á biskupaþingum, í rannsóknarstofum guðfræðinga og frá ræðustólum. I þess- ari dæmisögu dregur Jesús upp skýra mynd af hinni miklu deilu milli tveggja andstæðra afla sem eru að verki í heimi okkar í skýringu sinni segir Jesús að akur- inn sé heimurinn. í þessari alheimsbar- áttu eru tveir aðilar, sem keppa að því að stjóma heiminum - Kristur og Sat- an. Allar mannverur fæðast á orrustu- vellinum og öll verðum við þátttakend- ur hinnar miklu baráttu. Enginn getur verið einungis áhorfandi. Sérhver at- höfn okkar hefur sín áhrif í þessari bar- áttu, með eða á móti. Baráttan fer fram á sviði hins mikla alheims, en hún fer einnig fram í mannssálinni. Ellen G. White segir að mannssálin sé hinn mesti orrustuvöllur heimsins (sjá Vegurinn til Krists bls. 44). Þess vegna dirfumst við ekki að lifa eins og friður ríki og engin hætta sé á ferðum. Alheimurinn er í styrjaldará- standi. Dæmisagan segir, að Jesús, sem eig- andi akursins, hafi sáð góðu sæði í hann um hábjartan dag. Guð þarf ekki að fela neitt. Hann leyfir öllum sköpuðum ver- um sínum að rannsaka allt í fari sínu ná- kvæmlega. Hann starfar á grundvelli opinna tjáskipta. Hann sáir góðu sæði, því að „sérhver góð gjöf og sérhver full- komin gáfa er ofan að og kemur niður frá föður ljósanna. Hjá honum er engin umbreyting né skuggar sem koma og fara“ (Jk 1.17). Og samkvæmt skýringu hans táknar hveitið börn ríkisins (Mt 3.38). Samkvæmt Jes 61.3 munu þeir „kallaðir verða réttlætiseikur, plantan Drottins honum til vegsemdar.“ Börn 14 Aðventfréttir 4.1992

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.