Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 17

Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 17
verðmæti. Með hveiju get ég greitt? Ég verð að gefa sjálfan mig - alla sjálfselsku mína. Ég verð að iðrast og treysta Jesú fullkomlega. íhugaðu þetta með mér: Orð Jesú í Jh 16.7 eru mjög skýr: „Ef eg fer ekki, kemur hjálparinn ekki til yðar“. Hvers- vegna þurfti Jesús að fara burt? Hvað ætlaði Jesús að gera, þegar hann væri farinn? Hann ætlaði að verða ámaðar- maður minn og frelsari (lJh 2.1). Ég verð að skilja það og viðurkenna, að sjálfur er ég hjálparvana, viðurkenna himneskt hlutverk Jesú og að hann sé mín eina von. Lyklamir að brúðkaups- veislunni em í höndum brúðgumans en ekki meyjanna. 2. Við verðum að trúa. Á sama hátt og meyjarnar geta verið í huga okkar annað hvort raunvemlegar eða ímynd- aðar - tin meyjar eða tíu meyjar, getur yfirborðskennd þekking á fórn Krists, játning að forminu til og góðverk eftir pöntun, komið í stað ósvikinnar trúar frá hjartanu. „Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn - og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða“ (Rm 10.9). Þetta er eitt af mikilvægustu vers- um Biblíunnar. 3. Frelsun sálna verður að vera brennandi áhugaefni okkar. Stuttu eftir himnaför Jesú tóku postulamir Mattías inn í postulahópinn, í stað Júdasar Isk- aríots. Skilyrði þess að geta tekið á sig postulahlutverkið kemur fram í eftirfar- andi orðum Péturs: „(Hann) verður nú að gjörast vottur upprisu Jesú ásamt oss“ (P 1. 22). Þetta var jafnframt verk- lýsing fylgjenda Jesú um allar aldir. Berum í huga að stuttu áður en þetta gerðist hafði Jesús sjálfur boðið læri- sveinunum að predika fagnaðarerindið um ríkið. Og við uppstigningu Jesú höfðu englar lýst því yfir að hann myndi koma aftur. Brúðguminn tók þá með sér sem létu ljós sitt skína í myrkr- inu þegar hann kom til þess að sækja þá. ÁSIGKOMULAG OKKAR Endurkoma Jesú, sem er mesti við- burður allra alda, er nú á næsta leiti. Jesús þráir að við öll verðum í tölu hinna hyggnu meyja. Brýnasta þörf safnaðarins er fólk, sem er sannfært um, að það öðlist sigur í Kristi og lifir fyrir það, að láta ljós Guðs skína í myrkrinu. Konungurinn kemur - er fólk hans við- búið? Opb 3.14-17 lýsir tveim algerlega andstæðum skoðunum á þessu. Sjálfur telur söfnuðurinn sig vera vel stæðan og ekki hjálparþurfi. En Guð álítur söfnuð- inn vera vesælan, auman, fátækan, blindan og nakinn. Allar meyjamar tíu sváfu, þegar þær biðu brúðgumans. Fyrr og síðar hafa margir spurt um ástæðu þess að þær sváfu. Hefur engum dottið í hug að þær gætu hafa verið orðnar þreyttar? Þær höfðu átt annríkt. Brúðkaup skapar ann- ríki - veislur með mat og drykk - slíkt getur vissulega valdið þreytu (Mt 24.38). Líf fjöldans er annríkt (Mt 22.5) og það getur skapað líLamlega og til- finningalega þreytu. Hinsvegar tekur það einnig tíma að lesa vegvísinn og að spyrja Jesús til vegar varðandi það að útvega olíu. Ferðin til verslunarinnar tekur tíma og umferðin þung. Allur undirbúningur er tímafrekur. Viðskipti við eigandann fara einungis fram í „gulli“ sem hefur verið skýrt í eldi og viðskiptavinir hans eru þeir sem hafa borið á sig augnsmyrsl og eru klæddir hvítri skikkju (Opb 3.14-22). Meyjamar tíu vom sennilega að niðurlotum komn- ar eftir allt umstangið. En lokaútkoma viðbúnaðarins er oft ekki tekin með í reikninginn. Annar hópurinn bar ljós inn í myrkrið, hinn hópurinn gat einungis bætt myrkri við myrkrið. Það var olían, sem gerði mis- muninn, því að án olíu var ekkert ljós. Olían var áþreifanleg sönnun viðbúnað- arins. Að fávísu meyjamar hlupu af stað til að útvega olíu ber vott um að þær vissu hvar hana var að fá, en þeim hafði láðst að nota tækifærið. Okkur hefur verið sagt, að þó að svo virðist sem sumir séu frábærir ljósgjaf- ar, því að þeir framkvæma svo margt gott, þá em lampar þeirra í raun tómir. Sumir virðast hafa mikinn viðbúnað með strangri uppfyllingu heilbrigðis- reglnanna og öflun fjármuna til já- kvæðra framkvæmda. En að lokum mun það koma í ljós, að hið mikla annríki hindraði þá í að útvega olíu. Við verðum að hafa það hugfast, að kristindómurinn er ekki sjónleikur. Af- staða okkar til hans skapar líf eða dauða. Gæti það verið, að hin mikla deila hafi orðið okkur þokukennd og fjarlæg, að sagan sé orðin ævintýri í okkar augum og að við höfum látið grípast af töframætti tin meyjanna? ÁTÖKIN ERU RAUNVERULEG Söfnuður Guðs nálgast miðnóttina. Vísirinn nálgast nú tólf og brátt mun sláttur klukkunnar enduróma um al- heiminn. Hið komandi ríki er raunveru- legt. Hróp englanna þriggja hefur hljó- mað um heiminn. Koma brúðgumans er nálæg. Þeir, sem vinna og þeir sem tapa eru dreifðir um orrustuvöllinn. Sönn börn Guðs standa föstum fótum með hreinar hendur og íklædd brynju réttlæt- isins. Jesús er foringi þeirra. Glans heimsins heillar þá ekki. Þau hafa kosið að vera öðruvísi - fulltrúar Guðs ríkis. Alheimurinn fylgist með hinni miklu deilu. Mikil ringulreið ríkir í huga þeirra, sem skilja ekki tákn tímanna. Það er sem þeir þreifi fyrir sér ljóslausir í myrkrinu. Friður og ró auðkennir hina trúuðu. Hvers vegna? Vegna þess, að þeir vænta brúðgumans. Hjá sér hafa þeir hinn örugga leiðarvísi og huggar- ann - þeir hafa olíu í lömpum sínum. Guð þarfnast fólks sem skynjar að hér er um raunveruleika að ræða. Hann þarfnast manna og kvenna, sem er það ljóst, að þau gegna mikilvægu hlutverki í raunverulegri baráttu, ekki leikatriði. Tíminn er kominn. Guðs ríki er í nánd - og það er raunverulegt. SPURNINGAR TILUMRÆÐU: 1. Hver er sú hugsun sem höfundam- ir leitast við að koma á framfæri með því að tala um tin meyjar? Hvert er mikilvægi þessa hugtaks í uppbygging efnisins? 2. Ef olían táknar Heilagan anda, hvemig túlkar þú þá staðreynd að meyj- amar þurftu að greiða fyrir hana? Mike Ryan er yfirmað- ur Heimsboðunar- áforms Aðalsamtak- anna. Aðventfréttir 4.1992 17

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.