Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 25

Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 25
þeir geta líklega selt ykkur olíu.“ Þær hlupu nú af stað í leit að olíu. Meðan þær voru að þessu, kom brúð- guminn, og skynsömu stúlkurnar fóru með gestunum í veisluna. Þegar fávísu stúlkumar komu þangað, hafði dyrunum verið lokað. Þær bönkuðu og sárbáðu dyravörðinn að hleypa sér inn, en brúð- guminn svaraði: „Ég þekki ykkur ekki“. Þetta urðu stúlkunum sár von- brigði. Þær höfðu búið sig undir brúð- kaupið og hlakkað til að vera þar, en nú fengu þær ekki að koma inn. Svona er margt kristið fólk á okkar tíma. Það hefur lengi vitað, að Jesús muni koma, en það hefur ekki tekið undirbúninginn nógu alvarlega. Það er svo margt annað að hugsa um, að það tekur ekki tíma til að lesa orð Guðs og biðja um hjálp hans til að hafa olíu í lömpum sínum. Það er orðið langt síðan að aðventist- ar fyrst trúðu því, að Jesús myndi koma þá og þegar, og nú virðist biðtíminn vera langur. Jesús vissi um þetta. Þess vegna sagði hann: „Vakið því, þér vitið ekki daginn né stundina.“ Og hann sagði líka: „Látið hann ekki finna yður sofandi þegar hann kemur allt í einu“ (Mk 13.36). Það væri hræðilegt að vonast eftir að verða í Guðs ríki - að leggja áform um það og svo að komast ekki inn að lok- um. Þetta má ekki koma fyrir okkur. HVÍLDARDAGUR FOTIN FYRIR RÍKI GUÐS Ritningarvers: Mt 22.2-14 Sonur konungsins ætlaði að gifta sig, og honum til heiðurs ætlaði konungur- inn að halda mikla veislu. Hann sendi þjóna sína til fína fólksins til að bjóða því, svo að það gæti verið tilbúið, þegar brúðkaupið færi fram. Þetta er ekki sama sagan og sú um kvöldboðið og af- sakanir þeirra, sem boðnir voru. Aðal málið í þessari sögu eru brúðkaupsfötin. Þegar komið var að brúðkaupsdegin- um, sendi konungurinn þjóna sína aftur út til að minna gestina á að þeir væru boðnir. En hver þeirra á fætur öðrum sögðu, að þeir gætu ekki komið. Þetta bar ekki vott um mikla kurteisi. En kon- ungurinn sýndi mikla þolinmæði, hann hafði mikinn áhuga á því, að allir kæmu. Þess vegna sendi hann þjónana enn af stað til þess að gefa þessu fólki nýtt tækifæri, og þeir áttu að segja hin- um boðnu, að nú væri veislan tilbúin. En þetta hafði engin áhrif. Sumir fóru út til vinnu sinnar, og sumir voru enn verri og píndu þú, sem voru komnir til þess að bjóða þeim í veisluna. Þegar konungurinn fékk að vita um þetta, varð hann mjög reiður. Þetta var uppreisn gegn honum, eitthvað varð að gera, annars myndi allt fólkið snúast á móti honum. Hann lét þá kalla á herinn og fyrirskipaði, að hann út- rýmdi þeim, sem þannig * Í höfðu lítilsvirt hann, og hann fyrirskip- aði að hús þeirra yrðu brennd. En nú var hinn fagri veislusalur skreyttur og hópur tónlistarmanna kom- inn til að skemmta veislugestunum og borðin hlaðin af fyrsta flokks mat. Allur þessi viðbúnaður mátti ekki fara til einskis. Nú sagði hann þjónunum, að fólkið, sem hann hafði boðið, verðskuldaði ekki að koma. Nú skyldu þeir fara út í bæinn og bjóða í brúðkaupið öllum, sem þeir fyndu. Þjónarnir gerðu þetta, og veislusalurinn varð fullur af fóki. Sumir vildu ekki trúa að þetta væri al- vara. Fólkið hélt að veisla konungsins væri aðeins fyrir fína fólkið. „Nei“ sögðu þjónamir, „hún er fyrir alla, sem vilja koma. Það er bara eitt sem er nauðsynlegt, allir verða að vera í brúð- kaupsklæðurrí*. Þjónarnir sáu börn á götunum og þau áttu líka að koma. „Munið aðeins eftir því að vera í brúð- kaupskJæðum" sögðu þjónamir. Nú varð hinn stóri veislusalur fullur af alls konar fólki, bæði krökkum og fullorðnum. Svo kom konungurinn inn að heilsa fólkinu, og rétt hjá honum stóð maður, sem ekki var í brúðkaupsklæð- uðm. Konungurinn sneri sér að honum og sagði: „Vinur, hvemig ert þú kominn og ert ekki í brúðkaupsklæðum?“ Mað- urinn gat engu svarað - en sannleikur- inn var sá, að hann hafði neitað að fara í brúðkaupsföt. Honum fannst hans eigin föt væm nógu góð. Við þjóna sína sagði konungurinn, að þeir skyldu fara með hann út, því að hann gæti ekki verið í veislunni. Þannig var sagan, sem Jesús sagði. En hvað kennir hún okkur? Hún kennir það, að Guð vill að allir komi í himin- inn, ríkir og fátækir, ungir og gamlir, lærðir og ólærðir, heilbrigðir og sjúkir. Hann býður öllum að koma, en hann þvingar engan. En hvað þýða brúð- kaupsklæðin, sem allir urðu að vera í? Þau tákna það, að við verðum öll að hafa lært af Jesú og keppa að því að líkjast honum. Hugarfar hans er það, sem allir þeir verða að hafa, sem komast í ríki hans. Aðventfréttir 4.1992 25 Bara fyrir krakka

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.