Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 21

Aðventfréttir - 01.04.1992, Blaðsíða 21
þegar maðurinn sem skuldaði honum þá, bað hann að bíða þangað til hann gæti borgað honum, þver neitaði hann því og lét setja hann í fangelsi, þangað til að skuldin yrði greidd. Einhverjir þjónar konungsins sáu þetta og urðu undrandi yfir því, að þessi maður, sem hafði fengið svo stóra gjöf frá konunginum, gæti verið svo harður við kunningja sinn, sem skuldaði hon- um nokkra skildinga. Þeir fóru til kon- ungsins og sögðu honum frá því. Kon- ungurinn varð reiður og bað þá sækja þennan vanþakkláta þjón. „Illi þjónn”, sagði hann við hann. „Ég gaf þér þessa miklu peningaupphæð, sem þú skuldað- ir mér. Hefðir þú þá ekki átt að vera góður við samþjón þinn, og bíða eftir að hann gæti borgað þér það, sem hann skuldaði.“ Þjónninn gat engu svarað, og konungurinn bauð þjónum sínum að taka hann fastan og setja hann í fangelsi og láta hann vera þar, þar til hann gæti borgað. Munið eftir því, að með þessari sögu er Guð að segja okkur, hvernig ríki Guðs er. Þegar við segjum Jesú að við séum leið yfir því, sem við höfum gert rangt, vill hann fyrirgefa okkur. Og í Guðs rfki eru allir góðir hver við annan. Ritningarvers: Mt 20.1-16 Vínberin voru fullþroskuð. Bóndinn fór í bæinn snemma um morguninn til að leita að verkamönnum. „Hvað vilt þú borga okkur?“ spurðu þeir. „Venjulegt dagkaup“ svaraði hann. „Ef þið vinnið allan daginn, borga ég hverjum ykkar einn denar”. „Það er í lagi“ svöruðu þeir, og svo fóru þeir að vinna. En bóndinn sá, að hann þurfti að fá fleiri verkamenn, svo að hann fór aftur í bæ- inn og fann menn, sem vildu gjaman fá vinnu. Þetta endurtók sig aftur og aftur þennan dag, þangað til komið var að kvöldi. Þá hitti hann nokkra menn í bænum. Hann spurði þú, hvers vegna þeir hefðu eytt deginum í ekki neitt. — „Vegna þess að enginn bauð okkur vinnu”, sögðu þeir. „Þá vil ég bjóða ykkur vinnu“ sagði hann. „Komið með mér og hjálpið okkur að ná síðustu á- vöxtunum heim“. Og þeir fóru með honum og fóru að hjálpa til. Skömmu síðar byrjaði að dimma. Bóndinn kallaði á verkstjórann og bað hann að borga verkamönnunum dag- kaupið. „Láttu þá standa í röð þannig, að þeir, sem komu síðast, standi fremst, og þú borgar hverjum manni einn den- ar”. Þeir, sem aðeins höfðu unnið einn tíma, urðu undrandi og glaðir yfir því að fá heil daglaun. Þeir, sem höfðu unnið allan daginn og stóðu aftast í röðinni, tóku eftir þessu, og urðu óánægðir yfir því, að þeir fengu einungis einn denar eins og allir hinir. Þeir fóru til víngarðs- eigandans og kvörtuðu um þetta, og fannst það vera mjög ranglátt. Víngarðseigandinn spurði þú, hvort þeir hefðu ekki fengið það, sem hann lofaði þeim, áður en þeir byrjuðu að vinna. „Hef ég ekki leyfi til að nota peningana mína eins og ég vil? Eruð þið öfundsjúkir, af því að ég gef öðrum gjafir?" Okkur finnst það kannski einkenni- legt, að þeir, sem unnu eina klukku- stund, fengu eins mikið og þeir, sem unnu allan daginn. En Jesús var að kenna fólkinu eitthvað sérstakt um Guðs ríki. Það segir okkur eitt, sem er SUNNUDAGUR OVÆNT LAUN Bara fyrir krakka

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.