Aðventfréttir - 01.01.2003, Síða 7

Aðventfréttir - 01.01.2003, Síða 7
Kirkja Sjöunda Dags Aðventista 35. aðalfundur Skýrsla Boðunarstarfsins 1. Inngangur A síðasta aðalfundi Kirkjunnar var mér m.a. falið að sinna verkefnum í tengslum við boðunarstarf safnaðarins. Þau verkefni sem ég hef sinnt í því sam- bandi á þessu tímabili eru eftirfarandi: • Net 98 - Umsjón með fullnaðarfrá- gangi og útgáfu á efni á myndbönd- um • Yfirlestur og frágangur til útgáfu á Discover Bible School námsflokkn- um • Umsjón með útgáfu á myndbanda- röðinni „Leitin“ („The Search“) • Umsjón með þýðingu og útgáfu á myndböndunum „Ferð á fund hins yfirskilvitlega“ („A Trip Into the Supematural") með Roger Morneau sem var fjármögnuð af einkaaðilum í Vestmannaeyj um • Umsjón með þýðingu og yfirlestur á bókinni „Náttúruleg safnaðarupp- bygging" eftir Christian Schwarz • Utgáfa á Veginum til Krists í formi myndskreyttra rita fyrir hvern kafla 2. Þættir í árangursríku boðunar- starfi Við upphaf þessarar skýrslu langar mig til þess að birta nokkrar tilvitnanir sem skilgreina boðunarstarf safnaðarins, undirstrika mikilvægi þess og benda á leiðir til árangurs. a. Hlutverk fylgjenda Krists í heiminum kemur skýrt fram í orð- um Páls postula: „Vér erum því erindrekar Krists, eins og það væri Guð, sem áminnti, þegar vér áminnum. Vér biðjum í Krists stað: Látið sættast við Guð“ 2 Kor 5.20. Ellen G. White segir um þetta: Okkar er að vera fulltrúar Krists eins og Kristur var fulltrúi föður síns. Við viljum geta laðað sálir til Jesú, beint þeim til lambsins frá Golgata sem tekur burt synd heimsins. Kristur hylur ekki synd með rétt- læti sínu heldur fjarlægir hann syndina, og í hennar stað veitir hann sitt eigið réttlæti. Þegar synd þín hefur verið fjarlægð fer rétt' læti Krists fyrir þér og dýrð Drottins verður Eric Quðmundsson hlutskipti þitt. Áhrif þín verða þá á ákveð- inn hátt Krists megin því i' stað þess að gera sjálfið miðlægt munt þú gera Krist að þungamiðju og munt finna að þér hefur ver- ið treyst fyrir guðlegum fjársjóði (Reflecting Christ, 213). b. Máttur trúarinnar „Eg bið þess að vitnisburður þinn nái hjörtum áheyrenda þinna og að þeir sjái hve auðugur þú ert að góðum verkum í trúnni á Krist Jesú" Fíl 6 (Lifandi orð). Frammi fyrir söfnuðinum liggur bar- átta við öfl myrkursins. Um þetta segir Ellen G. White eftirfarandi þar sem hún fjallar um reynslu lærisveinanna og sem á við starf okkar einnig: „Til þess að ná árangri íslíkum átökum hefðu þeir orðið að ganga til verks með öðru hugarfari. Trú þeirra varð að styrkjast við heitar bænir ogföstur og auðmýkingu hjart- ans. Þeir urðu að tæmast af sjálfshyggju og fyllast anda og mætti Guðs. Einlæg og þol- góð bæn til Guðs í trú - trú sem leiðir til fullkomins trausts á Guði og skilyrðislausr- ar helgunar í starfi fyrir hann - getur ein dugað til að afla mönnum hjálpar heilags anda í baráttunni við tignimar og völdin, við andaverur vonskunnar í himingeimn- um. ...Þó að tálmanir þær, sem Satan hleður upp á leið þinni, virðist jafnóyfirstíg- anlegar og hin eilífu fjöll munu þær hjaðna fyrir skipun trúarinnar. „Ekkert verður yður um rnegn" (Þrá aldanna, bls. 320- 321). c. Máttur skipulagningarinnar „Til þess að söfnuðurinn nái ár- angri við framkvæmd boðunarskip- unar Krists (Mt 28.16-20) verða ein- staklingar innan safnaðarins og söfn- uðurinnn í heild á skipulagðann hátt að stefna að því að mynda tengsl við fólk sem þekkir ekki Krist með það að markmiði að það verði heilshugar fylgjendur hans og virkir þátttakend- ur í lífi kirkjunnar og samfélagsins. Með því að starfrækja viðeigandi þjónustuhópa og stofna til gefandi persónulegra tengsla geta fylgjendur Krists leitt aðra inn í fjölskyldu Krists" (Robert Logan og Thomas Clegg: Releasing Your Church’s Potential, bls. 8-1). d. Boðun er starf alls safnaðar- ins „Skipun Krists til lærisveinanna nær til allra trúaðra. Henni er beint til allra þeirra sem á Krist trúa, allt til endalolca tímans. Það er geigvænleg villa að fmynda sér að starfið sálum til frelsunar sé bundið við vígða presta. Öllum, sem meðtekið hafa himneskan innblástur, er trúað fyrir fagnaðarerindinu. Allir, sem meðtalca líf Krists, eru vígðir til starfa meðbræðum smum til frelsunar. Til þessa starfs var kirkjan stofnuð og allir sem gangast undir heilög heit hennar eru um leið skuldbundnir til samstarfs með Kirsti" (Þrá aldanna, bls. 613). Þegar Kristur steig til himins færði hann kirkjuna og alla hagsmuni hennar sem guðdómlegan fjársjóð í hendur fylgj- endum sínum og fól þeim að sjá til þess að henni væri viðhaldið í blómstrandi ástandi. Þetta er ekki verk sem má hvíla á herðum prestanna einna eða hjá fáein- um leiðtogum safnaðarins. Sérhver safn- aðarmaður skyldi sannreyna að hann/hún hefur gert háleitan sáttmála við Drottinn um að starfa á sem skil- virkastan hátt að málefni hans á sér- hverjum tíma og undir sérhverjum kringumstæðum. Hverjum og einum skyldi úthlutað verkefni, ábyrgðarhlut- verki að sinna (Gospel Workers, 200). e. Boðun í víðara samhengi „Boðunin er ekki eingöngu fólgin í pré- dikunum. Þeir eru þátttakendur í boðun- inni sem annast sjúka og þjáða, hjálpa nauðstöddum, tala hugguruxrarorð til þeirra sem örvænta og eru veikir í trúnni. Nær og fjær má finna menn sem sektarvitundin íþyngir. Það eru ekki erfiðleikar, strit eða fátækt sem niðurlægja mannkynið. Það er sekt og ranglæti. Sekt og ranglæti vekja óróa og óánægju. Kristur vill að þjónar hans liðsinni syndasjúkum heimi" (Þrá ald- anrta, bls. 613-614). Aðventfréttir 7

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.