Aðventfréttir - 01.01.2003, Síða 8

Aðventfréttir - 01.01.2003, Síða 8
Hljómsveit œskunnar spilaði á guðspjónustu á HDS 24. maí 2003. f. Fullvissa um árangur „(Kristur) bjó jarðveginn alveg undir það að starfið yrði framkvæmt og tók á eig- in herðar ábyrgð á árangri þess. Meðan þeir hlýddu orðum hans og ynnu í samfélagi við hann gæti þeim ekki mistekist" (Þrá ald- anna, bls. 613). 3. Net 98 á íslandi • Net 98 er heiti á samkomuröð sem sjónvarpað var um gervihnött í októ- ber og nóvember 1998. • Ræðumaður var Dwight Nelson, prestur við söfnuð Andrewsháskól' ans í Michigan í Bandaríkjunum. • Umfjöllunarefnið er aðventboðskap' urinn um frelsið í Jesú Kristi í ljósi þeirra tíma sem við lifum á. • Námskeiðið spannaði 31 fyrirlestur. • Þýðandi Sigrún Einarsdóttir, fjöl- földun annaðist SAM fjölföldun. • Enn eru til þó nokkur sett af þessari þáttaröð hjá Frækominu 4. Biblíubréfaskólalexíurnar Discover Bible School • Biblíubréfaflokkur sem er 26 lexíur og er gefinn út af Voice of Prophecy (Rödd spádómanna) í Bandaríkjun- um. • Þýðandi Omar Torfason. • Efnið er tilbúið til notkunar sem biblíubréfaflokkur í hefðbundnu formi eða sem fræðsluefni á netinu. 5. Þáttaröðin „The Serach“ (Leitin) • 20 myndbandsþættir sem gefnir hafa verið út af ástralska sambandinu. • Þýðandi Sigrún Einarsdóttir, fjöl- földun annaðist SAM fjölföldun. • Þættirnir eru byggðir upp sem sjón- varpsefni þar sem myndefni og við- tölum víða að úr heiminum er skeytt inn í frásögn sögumanns. • Þættirnir, sem eru í háum gæða- flokki eru sérstaklega til þess hann- aðir að einstaklingar horfi á þá með vinum sínum á heimilum og ræði síðan efni þáttarins á eftir. • Hver þáttur tekur 30 mínútur og sér- stakur spurningalisti til umræðu fylg- ir hverjum þætti. • Nokkuð magn er enn til hjá Frækorninu af þessum þáttum. 6. Myndböndin „Ferð á fund hins yfirskilvitlega" • Viðtal við Roger Morneau og konu hans um lausn hans úr viðjum anda- trúarinnar. • 2 myndbönd, 2 tímar hvert. • Þýðandi Sigrún Einarsdóttir, fjöl- földun annaðist SAM fjölföldun. • Hér er um afar merkilega reynslu- sögu að ræða sem á brýnt erindi til margra í okkar samfélagi í dag. • Tilvalið efni til fræðslu fyrir safnað- arfólk og til að deila með þeim sem glíma við spurningar tengdar anda- trúnni. • Nokkrir þættir eru enn til hjá Frækorninu. 7. Þýðing og útgáfa á bókinni „Náttúruleg safnaðaruppbygg- ing“ • Bók um safnaðaruppbyggingu eftir þýskan höfund, Christian Schwarz, sem hefur náð mikilli útbreiðslu í mörgum vestrænum löndum. • Við þýðingu og yfirlestur unnu auk undirritaðs sr. Valdimar Hreiðarsson, sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson og Omar Torfason. • Megin kenning bókarinnar er að með því að kynnast og komast í sam- hljóman við lífræn lögmál (lögmál sem lúta að lifandi verum) sem stýra allri náttúru Guðs, einnig lífi safnað- arins, mun náttúrulegur vöxtur eiga sér stað samkvæmt fyrirætlan Guðs. • Kenningar bókarinnar og þær könn- unaraðferðir sem þar er lýst hafa leitt til styrkingar safnaða víða um lönd, ekki minnst aðventsafnaða. • Bókin fæst hjá Frækorninu. 8. Útgáfa á Veginum til Krists í formi myndskreyttra rita fyrir hvern kafla • Ritin sem eru prentuð hjá Matteson- skólanum í Danmörku eru ætluð til gjafa til almennings. • Aðferðin er sú að dreifa boðsmiðum í heimahús þar sem ritflokkurinn er boðinn sem gjöf. Ritunum, einum kafla í senn, er síðan skilað til þeirra sem áhuga hafa með persónulegri heimsókn. • Þetta form hefur borið góðan árang- ur í Danmörku 9. Niðurlag Margt hefur verið gert hvað varðar boðun á vegum Kirkjunnar á síðustu þremur árum, og flest merkara en það sem hér um getur, sem vonandi verður tíundað í öðrum skýrslum. Hér hefur eingöngu verið hreyft við þeim mála- flokkum sem ég hef borið ábyrgð á. Hvað framtíðina snertir sé ég það allra mikilvægast að þjálfa hinn al- menna safnaðarmann til þátttöku í boð- unarstarfinu og færa honum í hendur þau tæki sem til eru og sem hér hafa ver- ið nefnd, svo og önnur sem okkur kunna að bjóðast í framtíðinni. Ég vil benda á að sérhver söfnuður þarf að starfrækja slíkar þjálfunarbúðir fyrir boðun. Einnig ættu söfnuðirnir að taka höndum saman og hvetja hvem annan í þessu starfi. Við erum ekki það mörg á þessu landi að það taki því að skipta okkur í marga smá- hópa. Við verðum að muna að það er máttur í sameinuðu átaki. I þessu samhengi vil ég líka leyfa mér að benda á þá möguleika sem aðstaðan á Hlíðardalsskóla gefur til slíkrar þjálfunar og til eflingar sameinaðs átaks. Þar getur safnaðarfólk komið saman til lengri eða skemmri dvalar til bænagjörðar, biblíu- lestrar og virkrar þjálfunar og þannig nálgast Guð, nálgast hvert annað og fyllst Heilögum anda. Ef eining skapast milli Guðs og manns og manna í milli innan safnaðarins mun söfnuðurinn verða að máttugu verkfæri í hendi Drottins sem allt óvinarins veldi mun ekki geta yfirbugað. Eric Guðmundsson 8 Aðventfréttir

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.