Aðventfréttir - 01.01.2003, Qupperneq 11

Aðventfréttir - 01.01.2003, Qupperneq 11
Unnur Halldórsdóttir. haldin á Selfossi, Vestmannaeyjum, Hafnarfirði og í Reykjavík. Þátttakend- urnir voru flestir utansafnaðarfólk. Helgarnámskeið var haldið á Hlíðar- dalsskóla í október 2001. Gestir mótsins og fyrirlesarar voru Edda og Ole Bakke. Þetta voru frábærir og mjög tímabærir fræðsluþættir, sem enginn hefði átt að missa af. Heilsusýning var sett í gang í Hafn- arfirði í október/ nóvember 2002. Þetta var gert samhliða fyrirlestraröð þar sem Margrét Ospina flutti 4 fyrirlestra um mataræði og lífstíl og lagði aðal áherslu á sykursýki og hjartasjúkdóma, sem dæmi um vandamál vegna lífstíls nútím- ans. Hún endaði þetta verkefni með matreiðslunámskeiði í Suðurhlíðarskóla. Andri Sigurgeirsson flutti einn fyrirlest- ur í þessari röð fyrirlestra. Hann fjallaði um mikilvægi hreyfingar á heilsuna. Fjöldi annarra safnaðarmeðlima tók einnig virkan þátt í undirbúningi og flutningi þessa verkefnis, þar sem lögð var áhersla á 8 atriði heilsuboðskaparins. Það voru stöðvar í salnum fyrir hvert at- riði og flestir gestanna komu við á öllum stöðvunum, en þær voru eftirfarandi: 1. Næringarfræði (létt kynning á heilsufæði). 2. Hreyfing ( boðið upp á þolpróf fyrir hjartað). 3. Vatn (upplýsingar um hvenær og hversu mikið vatn við þurfum að drekka daglega). 4. Sólskin (boðið upp á blóðþrýstings- mælingar). 5. Bindindi (fólki boðið að vigta sig og mæla % fitu í líkamanum). 6. Loft (boðið upp á lungnaþolpróf). 7. Hvíld (boðið upp á nudd fyrir axlir og bak, ásamt heilráðum um að slaka á og losa sig við streitu með því að leggja áhyggjur lífsins í hendi Guðs). 8. Að treysta Guði (þar voru ráðgjafar til staðar, sem voru tilbúnir til að hlusta á andleg og líkamleg vanda- mál gesta). 9. Að lokum gat fólkið tekið þátt í að fá áætlaðan lífsaldur sinn í samræmi við lífsvenjur þeirra nú. Við þetta er notað sérstakt tölvuforrit sem hefur verið samið eftir rannsóknum á lífstíl fólks. 10. Lokaatriði þáttaraðanna var svo matreiðslunámskeið í Suðurhlíðar- skóla þann 24- nóvember. I Vestmannaeyjum 2. febrúar 2002 fluttu Margrét Ospína og Melanie Dav- íðsdóttir fyrirlestra um næringarfræði og ofnæmi. Þar var einnig matreiðslunám- skeið. Vinátta. Á Selfossi, í febrúar 2001, flutti Edda Bakke fyrirlestra um næringarfræði. Á matreiðslunámskeiðinu og eftir fyrir- lestrana komu upp margar spurningar sem hún svaraði óhikað. I lok þessara námskeiða flutti Edda ræðuna í safnað- arheimilinu á hvíldardeginum. Öllum þátttakendum og fjölskyldum þeirra var boðið að koma og snæða hádegisverð í safnaðarheimilinu. Þetta var auglýst í bæjarblaðinu sem „Grænmetis hlað- borð“ og var vel sótt af samfélaginu. Heilsuhornið hefur verið fastur liður í Aðventfréttum. Þar eru gefin holl ráð og uppskriftir af hollum mat. Einnig var heilsusíða á netinu undir: www.brunnurinn.is/heilsa Á sumarmótinu 2001 og 2002 voru heilsuþættir hluti af dagskránni. Lögð hefur verið áhersla á að söfnuð- irnir taki upp þá hefð að bjóða upp á ein- falda máltíð á hverjum hvíldardegi. Við kusum að kalla þetta „hvíldardagssúpu“. Markmiðið er að stuðla að nánara sam- félagi meðal safnaðarfjölskyldunnar, auðvelda fólki að stunda gestrisni í kirkj- unni og minnka íburðarmikla „lukku- potta“, sem oft skapa rnikla vinnu á hvíldardögum. Við gerðum einnig tilraun til að koma á degi í Suðurhlíðarskóla, þar sem safnaðarfólk, nemendur og fjölskyldur þeirra, gátu keypt grænmetismat. Mark- miðið var að kynna mataræði kirkjunn- ar fyrir utansafnaðarnemendum og fjöL skyldum þeirra, ásamt því að setja í gang fjáröflun fyrir skólann. Hugmyndin var að setja upp matstofu þar einu sinni í mánuði eða viku, ef áhugi væri fyrir hendi. Við viljum minna ykkur öll á þá staðreynd að Jesús Kristur er ennþá hinn mikli læknir og enn í dag eru krafta- verkalækningar lifandi þáttur í lífi hinn- ar kristnu kirkju. Við lítum á líkama okkar sem musteri Heilags anda og erum ábyrg fyrir því að meðhöndla hann sem eign Guðs. Hinu megum við samt ekki gleyma, að bænin er ennþá máttugasta aflið sem við eigum, það er hún sem kemur okkur í náið samband við lækn- inn mikla. Án hans er engin lækning og ekkert líf. Biðjum hvert fyrir öðru og fyrir söfn- uði Guðs á jörðu. Unnur Halldórsdóttir, formaður HeilsU' og bindindisdeildarinnar. Bæn Þegar raunir þjaka mig, þróttur andans dvínar, þegar ég á aðeins þig, einn með sorgir mínar, gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi Drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni. Láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. Gísli frá Uppsölum Aðventfréttir 11

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.