Aðventfréttir - 01.01.2003, Page 16

Aðventfréttir - 01.01.2003, Page 16
Kirkja Sjöunda Dags Aðventista 35. aðalfundur Skýrsla tónlistarstjóra „Tónlist var gerð til að þjóna helgu markmiði, til að beina huganum að því, sem er hreint, göfugt og háleitt, og til þess að vekja sálina til þakklætis og helgunar í Guði.“ CE 62.3. Starf tónlistarstjóra Kirkju Sjöunda dags aðventista felur það í sér að vera samtökunum innan handar um ýmis verkefni sem þau óska eftir að séu unn- in. Helst ber að nefna eftirfarandi: Sameiginlegar guðsþjónustur Einkum hefur það falið í sér að und- irbúa undirleik fyrir sálmasöng fyrir sam- eiginlegar guðsþjónustur. Hljómsveitin, sem hefur á að skipa breiðum aldurshóp, þó aðallega börn og unglinga, hefur tek- ið þátt í þessum sameiginlegu guðsþjón- ustum með hljóðfæraleik sfnum og verið mikil blessun. Það er ánægjulegt að sjá að sá hópur virðist fara stækkandi. Hljómsveitin er opin öllum sem geta spilað á strcngja- eða blásturshljóðfæri. Leiðbeiningar um tónlist í kirkjum aðventista á íslandi Samkvæmt beiðni voru gerðar leið- beiningar um tónlist í kirkjum að' ventista á Islandi. Tónlistarleiðbeining- ar Aðalsamtaka sjöunda dags aðventista Elísa Elíasdótdr Ester Ólafsdóttir voru hafðar til hliðsjónar, (það er það skjal sem hvað mest er beðið um hjá Að- alsamtökunum). Leitað var eftir megin- reglum í Ritningunni, í ritum Ellen G. White og nútímatónlistar-rannsóknum. Þessar leiðbeiningar voru lesnar yfir af leiðtogum safnaðarins og síðan sam- þykktar af stjórn Kirkju Sjöunda dags aðventista 10 júlí 2001. Vitað er til þess að erlendar aðventkirkjur hafi tekið upp þessar leiðbeiningar og enn aðrar haft þær til hliðsjónar við gerð sinna eigin leiðbeininga. Mótsöngvar fyrir sumarmót Það hefur fallið í hlut tónlistarstjóra að sjá um uppsetningu, prófarkalestur og að koma mótsöngvum í prentun fyrir sumarmót. S.l. ár hafa mótsöngvar verið valdir með efni mótsins í huga og hefur val á sálmum verið í höndum formanns Þórdís Jónsdóttir kirkjunnar, fjármálastjóra og annarra starfsmanna kirkjunnar ásamt tónlistar' stjóra. Við erum einstaklega lánsöm í okkar kirkju að eiga fólk sem er hagmælt og er tilbúið að þýða og semja ljóð. Þetta er dýrmætt fyrir okkur sem söfnuð og vil ég þakka öllum þeim sem hafa þýtt eða samið sálma fyrir okkur. Að öllum ólöst' uðum vil ég sérstaklega fá að nefna Jón Hj. Jónsson. Sálmabókin Nauðsynlegt er halda utan um sálmabókina. Þegar undirrituð tók við þessu starfi kom í ljós að tölvugeisladisk- ar með sálmabókinni á voru horfnir úr öryggisskáp samtaka Kirkjunnar. Það lá fyrir að verk fyrir stórfé væri glatað. Bet- ur fór en á horfðist, því að sá sem setti upp sálmabókina átti ennþá afrit af sálmabókinni í gamalli tölvu úti í bíÞ skúr. Búið er að gera afrit en það þarf að uppfæra diskana svo að hægt sé að opna skjölin og koma því yfir á PC tölvuforrit. I þessu liggur ennþá mikil vinna. Til stóð að setja sálmabókina inn á „Brunn- urinn.is" en ofangreint vandamál hefur hamlað því. Einnig er nauðsynlegt að halda utan um þær villur og lagfæringar sem þarf að gera í sálmabókinni. Gerður hefur verið villulisti og vonandi verður hægt að leiðrétta þær á tölvudisknum fyrr en síð- ar. Barnasálmabók Nú er verið að vinna að því að setja upp sálmabók fyrir böm. Margir hafa unnið þar mikilvæga forvinnu. Kristín Jónsdóttir setti saman sálmabók fyrir börnin fyrir nokkrum árum einnig hafa Krystyna Cortes og Sigríður Kristjáns- dóttir tekið saman langan lista af sálm- um. Tónlistamefnd (sem hefur á að skipa tónlistarstjórum og öðru tónlistar' fólki úr öllum söfnuðum) fjallaði um til- vonandi barnasálmabók og var það sam- Helena Þórólfsdóttir 16 Aðventfréttir

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.