Aðventfréttir - 01.01.2003, Qupperneq 18
Suðurnesjahóþurmn.
Kirkja Sjöunda Dags
Aðventista
35. aðalfundur
Skýrsla Æskulýðsdeildar
Breyttar áherslur
A síðsta vetrarfundi deildarinnar
vöktu margir formenn Sambandanna ar-
hygli á því í skýrslum sínum að æskan í
löndum þeirra væri sífellt virkari í boð-
unarstarfinu. Á liðnum árum hefur
æskulýðsstarfið oft snúist um það að
hafa ofan af fyrir unga fókinu með ferð-
um og skemmtunum af ýmsu tagi í þeim
tilgangi að viðhalda áhuga þeirra fyrir
kirkjunni. Þetta er af hinu góða, en eins
og sífellt fleiri hafa áttað sig á er jafnvel
enn mikilvægara að virkja æskuna til
beinnar þáttöku í starfinu fyrir Guð. Svo
sannarlega er það ástæðan fyrir tilvist
kristinnar æsku. Þetta er sú breyting sem
við þurfum að vinna að á Islandi, breyt-
ing sem ég trúi að sé þegar farin að eiga
sér stað.
Suðurnesja-verkefnið
Á Suðurnesjum var venjan að hafa
prest í 25% starfi. Það starf er nú í hönd-
um ungs fólks sem mér er mikil ánægja
að segja að hefur varið ómældum tíma
og fyrirhöfn til þess að fylla þetta skarð.
í byrjun, þegar ég minntist á þetta verk-
efni við hópinn, var það virkilega hríf-
andi að verða vitni að því þegar æsku-
fólk á ýmsum aldri kom saman á hverj-
um degi til að fasta saman og biðja um
leiðsögn Guðs varðandi þátttöku þeirra í
þessu verkefni. Eg er mjög bjartsýnn á
framtíð kirkjunnar ef unga fólkið tekur
störf að andlegum málum safnaðarins
svona alvarlega. Síðastliðið ár hefur gef-
ið þessu unga 'fólki mjög dýrmæta
reynslu af safnaðarstarfi og nú óska þau
eindregið eftir að leggja krafta sína fram
í þágu útbreiðslustarfsins.
Námskeið í Kikhavn
Fjögur okkar fóru til Kikhavn og
hittu um 150 aðra æskulýðsleiðtoga frá
ýsmum löndum Norður-Evrópu og víðar.
Það var mjög uppörvandi að sjá þessa
breytingu á starfi æskunnar sem ég nefn-
di hér í upphafi skýrslunnar. Æskulýðs-
leiðtogi Suður-Kyrrahafsdeildarinnar,
sagðist aldrei áður hafa hitt hóp æsku-
lýðsleiðtoga sem var jafn ábyrgur og
áhugasamur um boðun fagnaðarerindis-
ins eins og þann sem þarna var saman
kominn. Það var mjög gott fyrir litla
hópinn frá íslandi að vera hluti þessa
stóra hóps, endurnýja eldmóðinn og fá
nýjar hugmyndir fyrir starfið í Keflavík.
Aðventskátar
Ég er Maxwell Ditta og öllum hinum
leiðtogunum sem endurreistu skátastarf-
ið hér fyrir tveimur árum fjarskalega
þakklátur. í síðustu viku var þriðja skáta-
vígluathöfnin síðan starfið hófst á ný. Ég
veit að það hefur verið mikið starf að
gera skátastarfið svona árangursríkt, auk
þess hófst leiðtoganámskeið nú fyrir
stuttu. Á þessum tíma hafa skátarnir
tekið þátt í skátamóti í Póllandi. Þegar
krakkarnir okkar voru þar bundust þeir
vináttuböndum við þýsku skátana og
þeir munu heimsækja ísland eftir tvo
mánuði.
Bænavika æskunnar - boðun í
brennidepli
Það er gleðiefni hvað við höfum
fengið góða ræðumenn til að tala á
bænaviku æskunnar undanfarin ár. Á
síðasta ári mættu u.þ.b. 50 ungmenni til
að hlusta á Cindy Tutch, sem er skín-
andi gott. Á fundi í æskulýðsdeildinni
fyrir nokkrum mánuðum, ákváðum við
að í framtíðinni vildum við að ræðu-
maðurinn tæki að sér að meiri þjálfun
en væri ekki bara með ræður á kvöldin.
Við ákváðum þessvegna að nota það
fjármagn sem úthlutað er til bænaviku
þessa árs til þess að fá einhvern til að
vera með okkur yfir helgi og leiðbeina
18
Aðventfréttir