Aðventfréttir - 01.01.2003, Page 20
Frá Líknarfélaginu ALFA
og þægilegur. Regla, metnaður og sköp-
un eru einkunnarorð skólans og lýsa
honum vel. Þegar við vorum búin að fá
krökkunum þakkarskjölin gekk Helgi
skólastjóri um skólann með okkur og
sýndi okkur það helsta. Við hittum Ingu
Láru fjármálastjóra sem hélt utanum alla
kortasöluna og viljum við koma á fram-
færi sérstöku þakklæti til hennar. Helgi
sagði okkur á göngunni um skólann að
áður en krakkarnir fóru út að selja kort-
in var haldinn nemenda, kennara og
foreldrafundur um það hvort þau ættu
að selja þessi kort fyrir Alfa. Niðurstað-
an varð sú að þeim fannst kortin svo
falleg og öðruvísi að þau vildu ekki missa
af því að selja þau. Og strax var hafist
handa. Grein var skrifuð í bæjarblaðið
þess efnis að krakkarnir væru að ganga í
hús og selja jólakort. Allir voru meðvit-
aðir um hvað var að gerast.
Nemendur sjöunda bekkjar, foreldr-
ar, kennarar og skólastjóri Rimaskóla.
Við þökkum ykkur af hjarta fyrir alla að-
stoðina. Þið stóðuð ykkur eins og hetjur.
Haldið áfram að hugsa um þá sem minna
mega sín og rétta þeim hjálparhönd. Það
kostar ekkert að vera kurteis og góður og
við þurfum öll á hvert öðru að halda.
Guð veri áfram með ykkur kæru vinir.
Kveðja.
Anna Margrét Þorbjamardóttir,
formaður Líknarfélagsins Alfa.
Nú er árið 2002 liðið og 2003 tekið
við. Síðasta ár var annasamt hjá okkur í
Alfa og skjólstæðingum okkar fjölgar ár
hvert. Við höfum aldrei úthlutað jafn-
mörgum styrkjum og jólin 2002. Það er
gaman og gott að geta aðstoðað aðra. Til
þess að aðstoða aðra þurfum við peninga
til þess að kaupa mat eða gjafakort.
Hvaðan koma peningarnir? Jú, þeir
koma inn allsstaðar frá, ýmist í peninga-
gjöfum sem Líknarfélaginu berast, sam-
skotum í kirkjunum okkar eða með ým-
iskonar sölu. Það er einmitt þetta síðast-
nefnda sem mig langar til að vekja verð-
skuldaða athygli á. Síðastliðin ár höfum
við haft til sölu jólakort sem Lilja Sig-
urðardóttir hefur látið útbúa og við höf-
um fengið hagnaðinn sem hefur komið
að góðum notum. Við viljum koma á
framfæri sérstöku þakklæti til Lilju fyrir
hennar starf í þágu Alfa. Síðasta ár seldi
sjöundi bekkur RIMASKÓLA fyrir okk-
ur jólakort. Þau voru að safna fyrir ferð
og fengu prósentur af sölunni. Þetta er
árviss viðburður hjá sjöunda bekk Rima-
skóla og leggur skólinn áherslu á að þau
reyni að safna fyrir ferðinni frekar en að
grafa í vasann hjá mömmu og pabba.
Þetta árið seldu þau kort fyrir okkur og
gekk vægast sagt mjög vel. Þeim gekk
svo vel að við í félaginu vorum alveg
undrandi og fundum aðeins eina skýr-
ingu. GUÐ var með þeim, þau voru að
vinna að góðu málefni og hann opnaði
dyr fyrir þeim. Þau seldu jólakort fyrir
tæp 400 þúsund! Geri aðrir betur! Okk-
ur í Alfa þótti svo vænt um þetta inn-
legg frá krökkunum að við höfðum sam-
band við Helga Árnason, skólastjóra, og
spurðum hvort við mættum ekki koma í
heimsókn og þakka krökkunum per-
sónulega fyrir aðstoðina. Hann bauð
okkur velkomin og við mæltum okkur
mót. Sandra gerði þakkarskjal fyrir
hvern bekk en í Rimaskóla eru 4 sjö-
undu bekkir eða um 80 krakkar. Við
heimsóttum svo skólann einn miðviku-
daginn. Helgi skólastjóri tók á móti okk-
ur og leiddi okkur í einn sjöunda bekk-
Myndir frá heimsókn í Rimaskóla.
Anna Margrét og Sandra Mar.
inn af örðum. Krakkarnir voru mjög
kurteisir. Þegar við komum inn í hvern
bekk fyrir sig stóðu allir krakkarnir upp
um leið og við fórum inn fyrir þröskuld-
inn og settust ekki fyrr en kennarinn eða
skólastjórinn sagði þeim að gjöra svo vel
að fá sér sæti. Þetta fannst mér mjög
skemmtilegt að sjá. Það voru engin læti
í krökkunum og við spjölluðum saman
og þau svöruðu spurningum sem við
höfðum varðandi jólakortasöluna.
Þetta eru góðir og hugsandi krakkar.
Þau hafa áður tekið að sér ýmiskonar
hjálparstarf. Meðal annars fyrir ABC
hjálparstarf og safnað fyrir árslaunum
kennara á Thahiti svo eitthvað sé
nefnt. Það var gott að koma í Rima-
skóla. Skólinn er skemmtilega hann-
aður og þótt hann sé einn stærsti
grunnskóli landsins er hann rólegur
20
Aðventfréttir