Heimilisritið - 01.12.1945, Page 4
Sögur
af fyrstu jólatrjánum
Munnmælasögur.
Til er helgisögn, sem skrásett
var á Sikiley einhvern tíma á mið-
öldum. Hún er þess efnis, að þegar
K'ristur fæcldist hafi allar skepnur
jarðarmnar komið til Betlehems
og vottað honum lotningu sína.
Og trén komu líka. Ekkert trjánna
kom eins fljótt og hið minnsta
þeirri, lítið grenitré. TJað var svo
visið og vesaldarlegt, að það gat
varla staðið, og trén með ang-
andi blóm, gilda stofna og laufg-
aðar krónur tóku ekkert tillit til
þessa lítilmótlega, ókunna trés frá
nyrsta hjara veraldar. En stjörn-
urnar vorkenndu því, og sjá!
stjörnuregn féll frá himnum og hin
bjarta jólastjarna Ijómaði efst í
litla grenitrénu en aðrar glitruðu
yzt á greinum þess. Og barriið í
jötunni sá grenitréð og blessaði
það með því að brosa til þess.
Þýzk munnmælasaga hermir, að
Lúther hafi eitt jólakvöld farið út
og gengið aleinn um úti i náttúr-
unni. Yfir höfðu hans tindruðu
þúsundir stjarna á heiðum himni,
og umhverfis sig sá hann hin vold-
ugu grenitré skógarins. Þessi sjón
2
hreif hann svo mjög, að hann tók
lítið grenitré með sér heim og
skreytti allar greinar þess með
kertaljósum. í hugurn barnanna
sinni vildi hann svo láta það
verða ímynd hins stjörnubjarta
himins. Og hann sagðj þeim, að
þaðan hefði Jesúbarnið forðum
komið.
Þetta er að vísu falleg munn-
mælasaga, en allt bendir til að hún
hafi ekki við neitt að styðjast. Það
er mjög ósennilegt að slíkt ha'fi
verið upphaf jólatrésins, enda
er ekkert í ritum Lúthers, sem
styrkir þessa sögu.
Onnur þýzk sögn er til um jóla-
tréð. Eftir orustuna við Lutzen,
haustið 1632, lá mikið af særðum
hermönnum, úr hinum sigursæla
sænska her, í borgunum þar í
næstu héruðum. hleðal þeirra var
liðsforingi nokkur, sem hafði ver-
ið hjúkrað með sérstakri um-
hyggju og vildi því sýna íbúun-
um einhvern þakklætisvott. Þeg-
ar liðsforinginn var orðinn heill
sára sinna og ætlaði að fara til her-
sveitar sinnar — það var í miðj-
um desembermánuði — bað hann
HEIMILISHITIÐ