Heimilisritið - 01.12.1945, Page 5
Arið 1785 voru jólatré til s'ólu á jólamarkaði í Strassbourg.
prest borgarinnar um að undir-
búa með sér jólahátíð, „eins og
hún er haldin heima“. Og á jóla-
kvöldið var stórt grenitré í kirkj-
unni og á greinum þess loguðu
ótal kertaljós.
Þessi saga — eins og fleiri frá-
sagnir um upphaf jólatrésins--------
er einnig skáldskapur en ekki
raunveruleiki.
Elztu heimildir.
Elzta skráða heimild um jóla-
tréð er eftir óþekktan höfund í
Strassbourg og er frá því árið 1605.
Hann segir meðal annars: „A jól-
unum eru grenitré höfðu í húsum
hér í borginni og á greinar þeirra
hengdar marglitar pappírsrósir,
epli, flatar kökur og næfurgull“.
Frá sömu borg er skjal skrifað
af J. K. Dannhaur presti og próf-
essor árið 1646. Iíann hefur ber-
sýnilega ekki verið hrifinn af
jólatrénu, því að hann segir: „A
jólunum fæst fólk við ýmsan hé-
góma, í stað þess að helga sér
guði. Má þar nefna jólatréð, sem
fólk hefur í húsum sínum, heng-
ir á grejnar þess brúður og sæl-
gæti... betra væri ef augum barn-
anna væri beint til hins andlega
sedrustrés Jesús Krists“.
HEIMILISRITIÐ
3