Heimilisritið - 01.12.1945, Side 6
Mildari tónn er í riti frá öðru
héraði Þýzkalands, Wittenberg.
Það kom út 1737 og er eftir Kiss-
ligius dósent í lögfræði. Þar stend-
ur m. a.: Þegar jólagjafirnar eru
afhentar með hátíðabrag, kann
ég bezt við þann sið, sem ég
kynntist hjá húsmóður nokkurri.
Á aðfangadagskvöld reisti hún
jólatré í stofu sinni, eitt handa
hverjum þeim, sem hún ætlaði að
gefa eitthvað í jólagjöf. Af hæð,
skreytingu og öndvegisstað
trjánna gat hver og einn þekkt
sitt tré. Þegar gjöfunum var svo
útdeilt og þær lagðar undir ti’én,
og kertaljósin á trjánum voru
kveikt, gekk hver og einn af heim-
ilisfólkinu fram í þeirri röð, sem
virðingarstaða þeirra í húsinu á-
kvað og tók tré sitt og gjafir...“
Árið 1785 voru jólatré til sölu
á jólamarkaðinum í Strassbourg.
Árið 1807 var hægt að fá þau
keypt í Dresden skreytt með
„næfurgulli, marglitum pappír og
forgyltum ávöxtum“.
í Danmörku.
Til er saga um jólatré, sem Wil-
helmina Holstein greifafrú, lét
kveikja á árið 1810, til þess að
gleðja veikt barn á Suður-Jót-
landi. En Danir hafa ekki tekið
upp notkun jólatrés almennt svo
snemma, því að árið 1827 vakti
það mikla eftirtekt í Kaupmanna-
höfn að kveikt var á jólatré i
húsi þar í borg. Um það er þessi
saga:
Nokkrum dögum fyrir jól veitti
fólk því eftirtekt, að stórt greni-
tré var borið heim til Lehmanns
prófessors í húsið nr. 221 við Ny
Kongsensgade. Þetta eitt var nóg
undrunarefni manna. En á að-
fangadagskvöld tók þó út yfir
allt. Inn um gluggatjöldin virtist
fólki að kviknað væri í trénu!
Hvað var um'að vera? Tréð ljóm-
aði allt og geislaði. Var prófessor-
inn og fólk hans orðið vitlaust,
ætlaði það ef til vill að kveikja í
húsinu? Þetta var dæmalaust.
Einhver af hinum undrandi veg-
farendum náði í stiga til að sjá,
hvað væri á seyði. Þegar hann
hafði séð inn um gluggann gat
hann naumast komið upp orði af
undrun. Þessu hafði hann sízt átt
von á. Gi'enitréð var þar — það var
skreytt með glysi og logandi kert-
um — og heimamenn gengu
syngjandi umhverfis það!
Allar líkur benda til þess að í
Danmöi-ku hafi jólatréð verið
sjaldgæft fram að miðri síðustu
öld, enda var þá erfitt að afla
greniti-jáa þar í landi. Hingað til
lands kemur það seinna, en það
er önnur saga, senx hér verður
ekki sögð að sinni.
ENDIR
4
HEIMILISRITIÐ