Heimilisritið - 01.12.1945, Síða 8

Heimilisritið - 01.12.1945, Síða 8
ég læt eftir mig jarðnesk verð- mæti þá finnst mér enginn ætti að syrgJa Þyí Það er ekkert að hryggjast yfir því ég vil að allir verði eins og ég hef verið glaðvær sjómaður hvernig sem viðraði á Atlantshafi og Kyrrahafi og Norð- ursjónum og Alandshafinu og þið fáið sko allt sem ég hef safnað mér og þurfið ekkert að gráta eða láta því þetta hef ég Karl Isakson skrifað með fullri skjmsemi þó ég ha-fi verið veikur og ég legg svo fyrir að þrjú hundruð krónur segi og skrifa 300 kr. af sparifé mínu verði varið til erfidrykkjunnar og jarðarfararinnar því ég vil hafa útförina myndarlega því maður deyr ekki nema einu sinni og dauð- inn er miklu hátíðlegri en lífið það hef ég alltaf álitið og nú ákveð ég alveg andlega heilbrigður að við útför mína verði veittur matur og öl og brennivín handa öllum vanda- mönnum og öllu þorpinu og að húsdýrum verði gefinn auka- skammtur svo dýrin líka megi vita að þau taki þátt í útfararveizlu Isaksons og líkkistan mín á að vera úr furuvið og ég vil ekki sjá neinn kross á gröfina því þegar maður er kominn í jörðina man enginn hvar maður liggur nema í nokkur ár og svo láta þeir önnur lík setja mann til hliðar ef maður hefur ekki keypt sérstakan grafreit, en Isak- son þarf engan sérstakan grafreit leggið hann hvar sem er í skurð eða í poka með hlekki um fæturna og kastað fyrir borð eða hvað sem er því ég er sjómaður það verður ekki af mér skafið. í biblíunni stendur eitthvað á þá leið að grát- ur skuli ei heyrast framar ei iield- ur vein og ei verða vart harms því annað æðra kalli, þess vegna á að verða kátt við útför Isaksons með harmóniku og fíólín og líka svin- gerívalsen því gleði og ánægja á að ríkja á eftir eins og skrifað stendur og þrjú hundruð krónur segi og skrifa 300 kr. arfleiðir Karl Isak- son til útfararhátíðar sinnar því hann veit hvers spyrjendurnir þarfnast helzt. — — — Þetta varð líka sannarlega út- för í lagi! Þegar líkinu hafði verið komið í jörðina, og vagnarnir höfðu ekið hina löngu leið frá kirkjunni til heimilisins, hófst veizla sem lengi verður í minnum höfð í héraðinu. Jólagrísin var komin í sláturhold og gerð höfði styttri, og auk svína- steikarinnar voru ýmsir fyrsta flokks fiskréttir, en fiskurinn verð- ur að synda og það gerði hann líka ósvikið þarna. Eftir borðhaldið reis formaður sóknarnefndar úr sæti sínu og þakkaði fyrir matinn. Hann var dálítið svínkaður og hóf mál sitt með því að tala um erfðaskrá Isak- sons og ákvæði hans, um að gest- irnir ættu að vera glaðir. Hann vildi ekki beinlínis leggja það til 6 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.