Heimilisritið - 01.12.1945, Blaðsíða 9

Heimilisritið - 01.12.1945, Blaðsíða 9
að gestirnir ættu að fara að dansa og syngja, en ef það færi hófsam- lega fram þá væri rétt að fylgja fyrirmælum dauðs manns út í ystu æsar. Það hefði verið gleði og gleði væri, og það væri ekki nema eðli- legt, þar sem fólk hafði setið við slíkar kræsingar, en ættu menn nú ekki að yfirgefa syrgendurna og fara hver heim til sín, því nú var farið að gerast áliðið? En syrgendurnir voru ekki þessu viðbúnir, Johanna, ekkjan, fölnaði lítið eitt, er hún hugsaði um allan þann mat, sem matreiddur hafði verið — því Isakson hafði skýrt tekið fram, að liann vildi hafa góð- an kvöldverð handa öllum gestun- um. En karlmennirnir eyddu þessari tillögu, eins og hverri annarri vit- leysu, og fólk settist á ný. Kaffið, brennivínið og púnsið var nú borið inn, og tekið til að nýju með endur- nýjuðum kröftum. Þessar þrjú hundruð krónur voru ekki enn eyddar. Hávaðinn og þvargið varð nú eins og á versta uppboði. Jo- hanna gamla sat innst inn í sóf- anum við langvegginn og réri í gráðið og hristi höfuðið og taut- aði eitthvað fyrir munni sér. Já, hann Isakson, hann vildi nú hafa þetta svona! En innan úr litlu stofunni, þar sem yngra fólkið hafði þrengt sér saman, heyrðust hlátrasköll. Þar var líka kominn fíni tollþjónninn frá Stokkhólmi, Blomkvist, systur- sonur sóknarnefndarformannsins. Hann var þarna í fyrstu heimsókn sinni í sveitinni, og hann var stór- öfundaður af ungu mönnunum og stúlkurnar dáðust að honum. Með stórborgarbrag sínum tókst hon- um erfiðleikalítið að gera sig að miðdepli gleðskaparins. Hann kom fram sem búktalari og með tveimur hnútum á vasaklút lýsti hann meistaralega stefnumóti tveggja elskenda. Undirtektirnar, sem hann hlaut, vöktu djörfung hans meir og meir, og innibyrðis stilling vasaklútapersónanna varð sífellt nærgöngulari. Og ávallt lét hann þær talast við með sinni hvorri rödd... augu stúlknanna geisluðu, en þó einkum augu Alidu, yngstu dótturinnar á heim- ilinu. Aðeins einn tók ekki þátt í hin- um almenna gleðiskap, og það var Pavid, vinnumaðurinn. Hann var fölur eins og hvítkalkaður veggur og gaut augunum á víxl til Alidu og Blomkvists. Púkar afbrýðisem- innar ætluðu að gera út af við hann. Hann var kallaður fram í eld- hús. Þegar hann kom inn aftur sat Blomkvist á bekk við hlið Alidu. Þau ræddu saman í lágum hljóð- um. Blomkvist hafði fagurgult hár, lítið Ijóst yfirskegg, og það gljáði á einkennishnappa hans. HEIMILISRITIÐ 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.