Heimilisritið - 01.12.1945, Qupperneq 12
ingin heyrir ótrúlega vel. Alida
sefur i kvistherberginu þarna
uppi, beint uppi af stiganum. En
þú verður að læðast eins og vofa,
og passaðu nú að gnista ekki tönn-
unum, rektu þig hvergi á, og
kveiktu ekki á eldspýtu inni í
herberginu, því það getur heyrst.
Og David bendir honum á
tröppurnar. Svo snýr hann til
baka inn í herbergi sitt, tekur skó
Davids, hleypur út að hlöðunni,
eftir að hafa lokað húsdyrunum á
eftir sér, kastar skóm Davids yfir
hlöðumæninn og lokar sig svo inni
í hlöðunni. Þar grefur hann sig
niður í heyið og sofnar svefni
hinna réttlátu.
En Alida svaf ekki upp í kvist-
hei'berginu heldur amma gamla.
Þegar Blomkvist kom inn og tók
að læðast eftir gólfinu á silkisokk-
unum og ætlaði að koma sinni
elskuðu á óvart, kveikti gamla
amma hennar rólega á eldspýtu.
lýsti framan í Blomkvist og
sagði: — Ja, nú dámar mér —
hvað ætlarðu þér drengur? Þeg-
ar mann vantar einn upp á nírætt
losnar maður vonandi við að
lenda í slíku“.
Blomkvist snéri sér eldsnöggt
við og hugðist hverfa eins og vofa,
en hann datt í tröppunum og rann
á sitjandanum alveg niður í for-
stofu með slíkum dómadags há-
vaða, að allir í húsinu vöknuðu.
Blomkvist hafði eigifilega hugsað
sér að sýna David, hvar hann hefði
keypt ölið, fyrir nú utan að hann
ætlaði sér að ná í skóna, en það,
hvernig hann vakti þetta sorgar-
hús á óviðfelldin hátt, og aðstæð-
ur aðrar, ollu því, að hann mátti
engan tíma missa. Daginn eftir fór
Blomkvist til Stokkhólms, og
hann hefur ekki sést á þeim slóð-
urn upp frá því.
Já, þannig endaði erfidrykkja
Isaksons gamla. Daginn eftir
gengu gömlu mennirnir á milli
húsa og skiptust á húfum og
iöptu ónýtt öl liver hjá öðrum,
meðan fjölskyldan í húsi sorgar-
innar hesthúsaði lcifarnar af hin-
um tilskildu þremur hundruðum
króna.
E N D I II
SKRÍTLUR
FLJÓTFAEIÐ
Hún: „Hvað er langt heim til þín?“
Hann: „Tiu mínútna gangur, ef
þú hleypur".
VARÐ HANN VONSVIKINN?
Klara hafði verið á sjúkrahúsi og
sunnudag, skömmu síðar, var hún
úti að ganga með Ólafi vini sínum.
Þau sitja upp á hæð, rétt fyrir utan
bæinn. Þá segir Klara:
„Þú, Óli, á ég að sýna þér hvar
ég var skorinn upp?“
„Já“, svaraði hann með eftir-
væntingarglampa í augunum.
„Þarna“, segir Klara og bendir á
sjúkrahúsið.
10
HEIMILISRITIÐ