Heimilisritið - 01.12.1945, Side 16

Heimilisritið - 01.12.1945, Side 16
Tilraunin Óhugnanleg og frumleg smásaga Eftir MICHAEL HERVEY TVEIR hvítklæddir menn unnu þögulir og handfljótir. Hreyfingar þeirra og handbrögð voru svo hnitmiðuð og samtaka, að likast var sem þeir læsu hugsanir hvors annars. Þeir unnu af kappi alein- ir í skurðstofunni; klukkustund eftir klukkustund leið, en fyrir þeim hafði tíminn löngu hætt að vera til. Þeir voru ákafir og niður- sokknir í verk sitt, þessar kyrrlátu næturstundir; augu þeirra ein báru vott um eftirvæntingu þeirra og hugaræsingu. Stærri maðurinn andvarpaði loks, færði sig úr hlífðarfötunum og kastaði verkfærunum á borð við hlið sér, svo að glumdi í. „Jæja“, sagði hann, „það eina, sem við getum nú, er að bíða og sjá til“. Aðstoðarmaður hans svaraði engu. Svipur hans var slíkur, sem maðurinn væri að vakna upp af hræðilegri martröð. Kaldranalegt glott kom fram á varir stóra mannsins. „Sú bezta heilaóperasjón sem ég hef gert“, rumdi hann út úr sér og færði sig úr löngu skurðlækna- hönzkunum. „Það getur orðið gaman að vita, hVer árangurinn verður, heldurðu það ekki, Mor- ley?“ Það var hryllingur í svip Mor- leys. „Ég skil ekki, hvernig þér hefur tekizt að fá mig til að hjálpa þér“, muldraði hann og forðaðist 14 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.