Heimilisritið - 01.12.1945, Page 17
að líta á skurðarborðið. „Hvernig
í fjandanum fórstu að því að telja
mig á að ... “
„O, vertu ekki svona kerlingar-
Iegur“, sagði hinn hrottalega. „Það
er búið sem búið er, og mér finnst
tími til kominn að þú áttir þig á
því, að á sviði vísinda og kaldra
staðreynda eiga væluskapur og
grillusýki ekki heima“.
„Vísinda!" hrópaði Morley.
„Kallarðu þetta vísindi? Hvernig
leyfirðu þér að fara með svona
fleipur! Það sem við höfum gert
er svo óguðlegt og fúlmannlegt,
að enginn nema sá illi sjálfur get-
ur verið með í verkum. Við skul-
um eyðileggja þennan óskapnað
áður en það er um seinan“.
„Ertu orðinn vitlaus! Vertu ró-
legur“, sagði hinn. „Ef þessi ópera-
sjón okkar tekst verðum við
heimsfrægir. Nöfn okkar verða ó-
dauðleg. Skiptir það þig engu
máli?“
„Nei“, hvíslaði Morley. „Nei,
það yrði of dýru verði keypt. Við
höfum engan rétt til að vinna
svona djöfullegt verk“. Rödd hans
hækkaði og varð að mjóróma
öskri. „Heyrirðu það, Stilman, við
höfum engan rétt til þess!“
„Þú hagar'þér eins og móður-
sjúk skólastelpa“, sagði Stilman
kuldalega. „Eigum við nú ekki að
horfast í augu við staðreyndimar
kalt og rólega? Einhver mannræf-
ill reynir að drýgja sjálfsmorð
með því að kasta sér á járnbraut-
arteinana, rétt áður en járnbraut-
arlestin kemur þjótandi. Lítilli
stundu síðar er hann fluttur á
sjúkrahús og deyr þar. Það var
ósköp eðlilegt, því að hann var
allur sundurkraminn. Heili hans
var það eina, sem óskaddað var af
líkamanum, og hann var hægt að
nota, ef hann var tekinn strax og
fluttur í aðra lifandi veru. Hér
var tækifæri, sem ekki er á hverju
strái, tækifæri, sem ég hef beðið
eftir alla ævi, að flytja manns-
héila yfir í annan líkartia, heila,
sem enn er lifandi! Það varð að
gerast tafarlaust, svo að ég átti
ekki annars úrkostar en að gera
það sem ég gerði. Auðvitað hefði
ég helzt kosið að flytja heilann yf-
ir í annan mannslíkama, en tæki-
færið kom svo óvænt, að ég gat
ekki annað, en ... “
*
„Hann hreyfist", æpti Morley.
„Hann er að vakna til lífs aftur!“
Taylor fannst höfuð sitt vera
eins og logandi glóðarköggull.
Honum fannst það vera að klofna
og kvalirnar voru honum næstum
óbærilegar. Það var líkast því sem
þúsund rauðglóandi hnífum væri
stungið í gegnum höfuðkúpuna.
Hann fylltist skelfingu — óttað-
ist að þá og þegar yrði öllu lokið.
Svo ægilegan höfuðverk hafði
hann aldrei fengið fyrr, engar
kvalir aðrar gátu komizt í hálf-
Í5
HEIMILISRITIÐ