Heimilisritið - 01.12.1945, Side 20

Heimilisritið - 01.12.1945, Side 20
stendur yfir mér með minnisblað til þess að skrifa niður hvað ég geri! Hvernig hagar mannlegur heili sér í hundslíkama? Hagar hundurihn sér eins og maður, eða maðurinn sér eins og hundur? Ég býst við, að mér ætti að þykja heiður að því að vera til þess val- inn að svara svo mikilsvarðandi spurningum, ef það er í þágu þró- unarinnar. Samt sem áður verð ég að segja, að enginn nema vitfin-- ingur myndi drýgja svo sadistisk- an og ómannúðlegan glæp, og það veit guð, að ég skal drepa þig, þótt það verði mitt síðasta verk í þess- um heimi!“ „Þú ert auðvitað utan við þig og veizt ekki hvað þú ert að segja", svaraði Stilman kuldalega. „Því eins og ég sagði áðan við aðstoðar- mann minn, vísindi og viðkvæmni eiga ekkert skylt við hvort ann- að. Til þess að geta náð þeim ár- angri, er við óskum, verðum við að vera ómannúðlegir og jafnvel dálítið brjálaðir. Og þótt þér finn- ist það ef til vill harðneskjulegt, þá verð ég að segja, að það er betra að vera lifandi hundur en dauður maður. Allt verður gert, sem hægt er til þess að þér geti liðið vel. Og ef allt fer vel, sem ég er alveg viss um, þá geturðu búizt við að niega lifa í tíu nyt- söm ár. Og þegar núverandi lik- ami þinn verður ellihrumur getum við ef til vill fíutt heila þinn inn í annan dýrslíkama — kanski Ijón eða tígrisdýr“. Svipur hans varð allt í einu dreymandi. „Við gætum kanski reynt að flytja hann í apalíkama, — það væri langáhrifamest — „Nú veit ég að þú ert brjálað- ur“, sagði Taylor titrandi og veik ósjálfrátt frá honum. Stilman brosti kuldalega. „Það er orðið framorðið“, sagði hann við Morley. „Það er bezt að þú farir heim. Ég skal taka hundinn — Taylor meina ég — með mér. Og nú tölum við ekki meira um þetta!“ Morley fór úr kyrtlinum. „Eins og guð er yfir okkur“, sagði hann alvarlega, „þá munt þú fyrr eða síðar iðrast verknaðar þíns“. Stilman yppti öxlum og sneri sér að Taylor. En Taylor var far- inn. Hann hafði notað tækifærið þegar Stilman leit af honum og velt sér ofan á gólf. Andartak stóð hann þar á óstyrkum fótum og reyndi að átta sig á því að vera svo nærri gólfinu. Það var mjög einkennilegt. Venjulegir hlutir, eins og húsgögn, voru nú orðnir risastórir. Allt var þetta líkast martröð. Hann læddist á titrandi fótum til dyranna. Honum var það þvínær ofraun. Ef Stilman hefði horft á hann, myndi hann hafa liaft mikinn áhuga á að sjá hvernig Taylor tókst að stjórna hinum nýju vöðvum með hinum 18 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.