Heimilisritið - 01.12.1945, Qupperneq 22
arborð, marga stóla og geysistór-
ar bókahillur.
Það birti svo skyndilega, að
hann sveið í augun.- Andlit Stil-
mans kom í ljós, einkennilega
rautt.
„Drekka'1. muldraði Taylor. „í '
guðs nafni, gefðu mér að drekka!“
„Sjálfsagt“, drafaði Stilman.
„Hvað langar þig í? Whisky og
sódavatn?“ Það var vínlykt út úr
honum er hann beygði sig yfir
Taylor.
„Vatn“, hvíslaði Taylor og
horfði á hann hatursfullum aug-
um.
„Ég get ekki látið þig skála við
mig í vatni“, tautaði Stilman og
skálmaði að vínskápnum. „Við
verðum að gera okkur dagamun“,
bætti hann við hlæjandi. „Maður
gerir ekki svo oft kraftaverk! Mér
er sem ég sjái andlitin á þeim á
morgun, þegar ég færi þeim sönn-
irr á því sem ég hef haldið fram.
Það mun valda gerbyltingu í
skurðlækningum! Skilurðu ekki
hvað það þýðir?“ hrópaði hann
frá vínskápnum. „Ef ég get flutt
heila, þá get ég flutt lungu og
önnur líffæri. Bráðum færðu fé-
laga. Nóg er af hundunum og svo
er bílunum fyrir að þakka að ó-
endanlegur straumur af skemmd-
um og eyðilögðum mannslíköm-
um berst til okkar daglega. Þegar
ég er búinn að fá næga reynslu í
því, hvernig mannleg líffæri reyn-
ast í hundum, þá get ég snúið við
tilraununum og látið líffæri hunda
í menn. Heldurðu að það verði
ekki skemmtilegt?“ sagði hann og
bar fullt glas af Whisky og sóda-
vatni upp að vitum Taylors.
„Vatn“, hvíslaði Taylor og sneri
sér undan.
„Gott og vel“, muldraði Stil-
man; „ef þú vilt það endilega“.
Hann kom aftur með skál af
vatni. Taylor uppgötvaði með
andstyggð að hann lapti það. Og
honum datt allt í einu í hug hvern-
ig hann myndi éta! Guð minn, bað
hann, láttu mig ekki þurfa þess.
Því að ég verð brjálaður, ef ég
þarf að haga mér að öllu leyti eins
og skítugur hundur. Að verða að
þjóna náttúru hunda, — nei, það
er of hræðilegt!
Hann varð einhvernveginn að
komast burtu frá þessum brjálaða
Stilman. Því fyrr sem hann gat
losað heiminn við þá ófreskju, sem
hann var orðinn, því betra fyrir
alla parta. En fyrst ætlaði hann
að launa Stilman fyrir þennan
djöfullega hrekk. Hann varð að
hindra það, að maðurinn gæti
breytt fleiri mannverum í ófreskj-
ur.
En hveniig mátti það verða?
Þessi hugsun þjáði hann. Hann
gat ekki lengur valdið vopni.
Tennur hafði hann, tennur, sem
gátu bitið og rifið, en Stilman
myndi auðveldlega geta varið sig.
20
HEIMILISRITIÐ