Heimilisritið - 01.12.1945, Síða 30
svona hryggilega í hundana með
efnilega, unga efnafræðingnum,
sem hafði komið nýútskrifaður til
borgarinnar og fengið stöðu hjá
stórri rannsóknarstofu.
Hjónaband og allt of örar barn-
eignir, auk hinnar sorglegu, al-
þekktu sögu um að metta marga
munna af litlum efnum, allt þetta
hafði fljótlega, eftir að annað
barnið kom í heiminn, tekið að
rista sínar óafmáanlegu rúnir á
svip þessara hjóna og ævikjör.
Þau voru ekki nema rúmlega
þiútug og samt orðin roskin. Það
olli því, að Cynthia gætti hálfu
betur frelsis síns og sjálfstæðis en
ella.
Cynthia hafði ágætt kaup sem
einkaritari hjá sjálfum forstjóra
þess fyrirtækis, er Newton Marker
vann hjá. Hún gat því leyft sér
að hafa bezta herbergið í íbúð
gömlu skólasystur sinnar á leigu
og búa það með húsgögnum eftir
sínum smekk. Kaup hennar var
ekki nema einum þriðja minna en
kaup það er Marker fékk sem
deildarstjóri í rannsóknarstofnun-
inni.
ÖÐRU HVERJU lét Newton
Marker í Ijós gremju sína, þegar
kaup þeirra barst á góma. En
Cynt'hia var á verði og gætti þess
að láta ekki á sig ganga.
Newton var auðvitað gáfnaljós,
það vissi Cynthia, en framkoma
hans og yfirbragð vantaði allan
glæsibrag, hann hafði sífellt pípu-
slytti hangandi niður frá vörun-
um, og með fjarhyglislegum svip
hélt hann í hæfilegri fjarlægð
hinum veraldlega heimi, sem plág-
aði hann í líki útslitinnar konu
og hóp svangra barna. Hvernig
átti svo slíkur maður að geta sýnt
yfirboðurum sínum, hvað raun-
verulega bjó í honum?
Hinsvegar áleit Cynthia sig
vera — og ekki að ástæðulausu —
óvenju duglegan einkaritara.
Sömu skoðun hafði einnig hús-
bóndi hennar, John Mason for-
stjóri. Á tiltölulega stuttum tíma
— fjórum árum — hafði hún feng-
io drjúga kauphækkun fjórum
sinnum.
Cythia þreyttist aldrei á því
með sjálfri sér, að hneykslast á
heimsku vinkonu sinnar. Adele,
sem var að minnsta kosti helm-
ingi betur gefin en hún, og var
nú aðeins þrjátíu og eins árs, en
orðin aðeins ræfilslegur búshlutur!
Var orðin kona, sem hafði sleppt
allri von, gift manni, er að vísu
þótti vænt um hana, en á þann
sjálfsagða hátt, sem gerir lífið svo
óendanlega leiðinlegt!
Á hinn bóginn varð Cynthia þó
að vera án eigin heimilis og barna,
en hún játaði með sjálfri sér, að
hún saknaði þess ekki. Hún gat
þeim mun betur klætt sig og eytt
meiri tíma í að snyrta sig og fegra,
28
HEIMILISRITIÐ