Heimilisritið - 01.12.1945, Qupperneq 31
hún gat lesið bækur og auðgað
andann, fullnægt þörfum sínum til
lífsins gæða — í stuttu máli sagt
fannst henni líf stúlku, sem hafði
gott kaup og þurfti aðeins fyrir
sjálfri sér að sjá, vera miklu á-
kjósanlegra en líf giftu konunnar.
Þetta átti þó ekki sízt við í sam-
anburði við líf Adele.
Eiginleikar þeir, sem höfðu gert
Cynthia svo mikils virði fyrir fyr-
irtækið og forstjóra þess, urðu ekki
síður verðmætir, þegar hörmung-
arnar dunu yfir Markerfjölskyld-
una.
Dag nokkurn, þegar Adele var
að hreinsa lítinn drengjafrakka
með eldfimu efni, sá hún allt í
einu næstyngstu dóttur sína með
logandi eldsþýtu í hendinni — og
á næsta andartaki urðu bæði móð-
ir og barn að einu hryllilegu eld-
hafi.
Nokkrum dögum síðar var hald-
in húskveðja yfir mæðgunum í
hinni fátæklegu dagstofu fjölskyld-
unnar.
Þetta var átakanlegt áfall fyrir
Marker, og það var einungis ó-
eigingjarnari og alúðarfullri hjálp-
fýsi Cynthiu að þakka, að ekki
hlauzt hreint volæði af.
í næstum heilt ár eftir slysið
bjó Cynthia í íbúðinni og tókst að
aðstoða Marker með útsjónarsemi
sinni og mikilli fórnfýsi við að
koma í veg fyrir að hann þyrfti
að skilja börnin við sig. Og loks
heppnaðist henni að útvega dug-
lega, roskna konu til að sjá um
heimilið.
Það var líka Cynthiu að þakka,
að forstjóri lyfjaframleiðslufyrh•-
tækisins, sem átti rannsóknar-
stofnun þá, er Marker vann hjá,
fékk að lokum augun opin fyrir
hinum óvenjulega dugnaði og
samvizkusemi Markers. Og í kjöl-
far þess fylgdi kauphækkun.
Og þá var mikið unnið. Er
næstum hafði liðið ár frá dauða
Adele fór Cynthia — án samvizku-
bits — að leggja áætlanir, sem í
mörg ár höfðu verið að veltast
fyrir henni.
Hún hafði einnig fengið kaup-
hækkun. Þar með gat hún fengið
draum sinn rættan, um að taka á
leigu litla íbúð í einu af hinum
nýju hverfum borgarinnar, og
koma sér þar upp heimili, eins og
hún helzt vildi hafa það, að svo
miklu leyti, sem tekjur hennar
leyfðu.
Borgarhverfið var í hinum enda
borgarinnar, og einmitt þess vegna
tók hún endanlega ákvörðun.
Börnin voru að stálpast, þau voru
broslega hænd að henni, og nú var
einmitt rétti tíminn fyrir hana, til
að brjóta í blað og losa sig við
þann tilfinningavef, er batt hana
við uppvaxandi barnahóp, sem
hún átti ekki.
Krakkarnir gætu komið í heim-
sókn til hennar nokkrum sinnum
HEIMILISRITIÐ
29