Heimilisritið - 01.12.1945, Side 32
á mánuði, en sem betur fór var
nýja ráðskonan hjá Markers sú
manneskja, að hún vissi, hver
skylda hvíldi á henni, og Cynthiu
var óhætt að fela henni uppeldi
og umsjá barnanna án þess að hafa
nokkrar áhyggjur út af því.
Þetta var allt gott og blessað
— en Cynthia hafði ekki tekið allt
með í reikninginn.
ÞAÐ VAR hafður sérstakur
hátíðamatur á borðum, samkvæmt
fyrirmælum Markers, kvöldið áð-
ur en Cynthia ætlaði að flytja í
nýju íbúðina. Markers stóð upp,
þegar þau voru að ljúka við eftir-
matinn, leit sínum bláu, dreym-
andi augum frá einu barnsandlit-
inu til annars og einblíndi að síð-
ustu á það elzta, þegar hann tók
til máls.
„Myron mín. Mér finnst það
skylda mín gagnvart þér, og eins
litlu systkinum þínum, að láta
ykkur vita, að ég get ekki látið
Cynthiu fara í burtu frá ykkur,
án þess að gera það sem ég get,
til að koma í veg fyrir það ykkar
vegna.
Það er skylda mín gagnvart
ykkur, börnin mín, að gera mitt
ýtrasta til að láta hana ekki sleppa
frá ykkur — og, okkar á milli
sagt, frá mér — þessa indælustu
konu, sem til er í þessum heimi.
Myron mín, og þið hin, litlu
börnin mín, Það er Cynthiu að
þakka og því aukna þreki, sem ég
hef fengið, með hærri launum og
hærri metorðum í rannsóknar-
stofnuninni, að ég voga mér að
leggja út á nýjar leiðir, sem ég er
viss um að verða til gæfu og gleði
fyrir okkur öll.
Ég vona að Cynthia verði kon-
an min og móðir ykkar og njóti
með okkur ókominna hamingju-
daga, sem bíða okkar. Hvernig lízt
ykkur á það?“
Þótt undarlegt megi virðast, þá
sá Cynthia — sjálfstæða rök-
hyggjukonan — aldrei eftir einu
óskynsamlegu ákvörðuninni, sem
hún tók um ævina — að giftast
Markers.
ENDIR
4
SKRÍTLUR
AÐEINS UM TVENNT AÐ RÆÐA
Gamla konan spyr litla bamið:
„Ertu drengur eða telpa?“
Barnið svaraði: „Heyrðu góða,
hvað í fjandanum ætti ég annað að
vera?“
ENGIN BÚVÍSINDI
Bóndi nokkur ól hænsnin sín á
sagi og þau verptu tréeggjum.
KEM ÉG AFTUR
Skoti nokkur kom inn til lœknis og
sá skilti á veggnum er á stóS: „Fyrsta
viðtal 10 krónur — annað viðtal 5 krón-
ur". Þegar Skotinn gekk inn til lœknis-
ins sagði hann: „Jæja læknir góður,
kem ég aftur".
30
HEIMILISRITIÐ