Heimilisritið - 01.12.1945, Page 33
ILva ^ldams svarar
Spurnlngar
og svör -
Á GIFTINGARALDRI
Sp.: Kæra Eva Adams. Eg og
vinkona mín, sem báðar erum á
giftingaraldri, kynntumst fyrir
nokkrum vikum tveimur ungum
og myndarlegum herrum. Við fór-
um oft í bíó og á böll með þeim
og ástin virtist hafa gripið okkur
öll. Eitt kvöldið, þegar þeir fylgdu
okkur heim, vildu þeir fá að fara
með upp í herbergið okkar, en við
afsögðum það. Upp frá því höfum
við ekki séð þá, okkur til sárrar
hryggðar. — Hvað eigum við að
gera til þess að vinna þá aftur?
Heldurðu að orsökin sé sú, að þeir
fengu ekki að koma með okkur inn?
Tvær gjafvaxta.
Sv.: Ef piltamir hafa misst áhuga
á ykkur, af því að þið neituðuð
þeim um að fá að fara með inn i
herbergi við fyrsta og bezta tæki-
færi, þá held ég að þið tapið ekki
af miklu þó að þeir leiti sér uppi
aðrar og eftirlátari kvinnur.
ERFITT VANDAMÁL
Sp.: Kæra Eva Adams! Þú, sem ert
svo snjöll að leysa úr vandræðum
annarra, viltu svara fyrir mig eftir-
farandi spumingum?
1. Ég var með strák í sumar og
hann fór til Keflavíkur í byrjun
október. Við ætluðum að skrifast
á, en ég er ekki farin að fá bréf
frá honum ennþá. Er nokkuð at-
hugavert við þetta?
2. Hvar er hægt að fá tilsögn í
ensku og vélritun í Reykjavík?
3. Hvað geturðu lesið úr skrift-
inni. — Með fyrirfram þökk.
Fáíróð heimasæta.
Sv.: 1. Já, það getur verið, að
hann hafi hitt einhverja blómarós-
ina í Keflavík, sem hefur heillað
hann, þótt álykta megi líka, að
hann sé bara pennalatur. Eg get
ekki sagt um hvort réttar er, en
myndi í þínum sporum reyna að
ganga úr skugga um það.
2. Enska er t. d. kennd í Náms-
flokkum Reykjavíkur, sími 5155.
Hvað vélritun viðkemur myndi ég
hringja í Elís Ó. Guðmundsson,
síma 4393.
3. Festu og framfarahug.
SVAR TIL „11 ÁRA“
Segðu mömmu þinni sannleikann.
„Frú Sigríður“ hefur beitt þig ó-
rétti, elsku litla telpan mín, og ég
trúi ekki, að mamma þín láti hana
hafa þau áhrif á sig, að hún refsi
þér saklausri. — Skriftin þín sýnir,
að þú verður áreiðanlega kona til
að reka réttar þins.
„GAMLA GUÐRÚN“ OG VERÐ-
LAUNIN
Sp.: Geturðu sagt mér hvaða
verðlaun smásagan „Gamla Guð-
rún“ hefur hlotið — sagan, sem
birtist í síðasta septemberhefti Heim-
ilisritsins og var eftir Ólaf Gunn-
arsson.
Valli.
Sv.: Hún hlaut verðlaun í smá-
sagnasamkeppni, sem Stúdentafé-
lagið í Kaupmannahöfn efndi til á
hemámsárunum. í dómnefnd voru
dr. Jón Helgason, prófessor, Guð-
mundur Amlaugsson, cand. mag. og
Guðmundur Kamban rithöfundur.
HEIMILISRITIÐ
31