Heimilisritið - 01.12.1945, Qupperneq 33

Heimilisritið - 01.12.1945, Qupperneq 33
ILva ^ldams svarar Spurnlngar og svör - Á GIFTINGARALDRI Sp.: Kæra Eva Adams. Eg og vinkona mín, sem báðar erum á giftingaraldri, kynntumst fyrir nokkrum vikum tveimur ungum og myndarlegum herrum. Við fór- um oft í bíó og á böll með þeim og ástin virtist hafa gripið okkur öll. Eitt kvöldið, þegar þeir fylgdu okkur heim, vildu þeir fá að fara með upp í herbergið okkar, en við afsögðum það. Upp frá því höfum við ekki séð þá, okkur til sárrar hryggðar. — Hvað eigum við að gera til þess að vinna þá aftur? Heldurðu að orsökin sé sú, að þeir fengu ekki að koma með okkur inn? Tvær gjafvaxta. Sv.: Ef piltamir hafa misst áhuga á ykkur, af því að þið neituðuð þeim um að fá að fara með inn i herbergi við fyrsta og bezta tæki- færi, þá held ég að þið tapið ekki af miklu þó að þeir leiti sér uppi aðrar og eftirlátari kvinnur. ERFITT VANDAMÁL Sp.: Kæra Eva Adams! Þú, sem ert svo snjöll að leysa úr vandræðum annarra, viltu svara fyrir mig eftir- farandi spumingum? 1. Ég var með strák í sumar og hann fór til Keflavíkur í byrjun október. Við ætluðum að skrifast á, en ég er ekki farin að fá bréf frá honum ennþá. Er nokkuð at- hugavert við þetta? 2. Hvar er hægt að fá tilsögn í ensku og vélritun í Reykjavík? 3. Hvað geturðu lesið úr skrift- inni. — Með fyrirfram þökk. Fáíróð heimasæta. Sv.: 1. Já, það getur verið, að hann hafi hitt einhverja blómarós- ina í Keflavík, sem hefur heillað hann, þótt álykta megi líka, að hann sé bara pennalatur. Eg get ekki sagt um hvort réttar er, en myndi í þínum sporum reyna að ganga úr skugga um það. 2. Enska er t. d. kennd í Náms- flokkum Reykjavíkur, sími 5155. Hvað vélritun viðkemur myndi ég hringja í Elís Ó. Guðmundsson, síma 4393. 3. Festu og framfarahug. SVAR TIL „11 ÁRA“ Segðu mömmu þinni sannleikann. „Frú Sigríður“ hefur beitt þig ó- rétti, elsku litla telpan mín, og ég trúi ekki, að mamma þín láti hana hafa þau áhrif á sig, að hún refsi þér saklausri. — Skriftin þín sýnir, að þú verður áreiðanlega kona til að reka réttar þins. „GAMLA GUÐRÚN“ OG VERÐ- LAUNIN Sp.: Geturðu sagt mér hvaða verðlaun smásagan „Gamla Guð- rún“ hefur hlotið — sagan, sem birtist í síðasta septemberhefti Heim- ilisritsins og var eftir Ólaf Gunn- arsson. Valli. Sv.: Hún hlaut verðlaun í smá- sagnasamkeppni, sem Stúdentafé- lagið í Kaupmannahöfn efndi til á hemámsárunum. í dómnefnd voru dr. Jón Helgason, prófessor, Guð- mundur Amlaugsson, cand. mag. og Guðmundur Kamban rithöfundur. HEIMILISRITIÐ 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.