Heimilisritið - 01.12.1945, Blaðsíða 36
1 BERLÍNARDAGBÓK
IjS^Wg^BLAÐAMANNSl
-^-------------------.
Eftir WILLIAM L. SHIRER
París undir
Maubeuge, 16. júní 1940.
Fór á fætur klukkan þrjú
og af stað klukkan fjögur frá
litla gistihúsinu nálægt Aachen.
í Ruhr sáust lítil merki um
næturárásir Breta. Komum til
Aachen klukkan ellefu f. h.
Þaðan ókum við í gegnum Lim-
burg til Liége og Namur. Undr-
aðist, hve litlar skemmdir sá-
ust á þessari leið. Það er gjör-
ólíkt því, sem ber fyrir augu
á veginum frá Aachen til Brúss-
el, þar eru flestar borgir í rúst-
um. Við ókum allan síðari hluta
dagsins upp eftir Meusedaln-
um. Þar sáust undarlega lítil
vegsummerki eftir bardaga.
Borðuðum í Charleroi. Fólkið
þar beiskt og þungt á svip. Ekk-
ert brauð að fá í borginni og
aðeins vatn til drykkjar. En
við fengum dálitið af kjöti og
salati í knæpu einni.
Máubeuge hefur verið hræði-
oki Þjóðverja
lega leikin. Meginhluti borgar-
innar er ekki annað en grjót-
hrúgur, undnar girðingar og
öskuhaugar. Einn þýzku for-
ingjanna sagði okkur, hvað hér
hafði gerzt. Þýzk skriðdreka-
sveit reyndi að brjótazt í gegn-
um borgina. Fimm eða sex
fremstu skriðdrekarnir voru
molaðir með frönskum skrið-
drekabyssum, sem faldar voru
í húsunum. Þá voru steypiflug-
vélar sendar á vettvang. Þær
réðust á borgina og unnu verk
sitt með ægilegum árangri eins
og vant er. Stærsta loftvama-
byrgi borgarinnar var undir
kirkjunni, segir foringinn. Ein
af sprengjunum hæfði það með
þeim árangri, að fimm hundruð
óbreyttra borgara liggja þar
grafnir undir rústunum. Og
svo vendilega og loftþétt eru
þeir grafnir þar, að ekki fannst
hinn m.innsti rotnunarþefur þó
34
HEIMILISRITIÐ