Heimilisritið - 01.12.1945, Síða 39
öllum gluggum. Tómleikinn
læstist um mig. Við komum frá
Le Bourget og ókum eftir rue
Lafayette. Ég minntist með
söknuði næturinnar, þegar ég
hljóp alla þessa leið utan af
flugvellinum, til þess að skrifa
fréttina um komu Lindbergs.
Þýzkir hervagnar ösluðu hratt
um götuna. Enginn maður sást
á gangstéttunum. Á öllum úti-
veitingastöðum við götuna, sem
ég var gamalkunnur, voru borð-
in tekin inn og hlerar settir fyr-
ir gluggana. Allir höfðu flúið,
veitingamenn og viðskiptavin-
ir. Bílarnir okkar skröltu niður
rue Lafayette, og gauluðu á
hverjum gatnamótum, þangað
til ég bað bílstjórann okkar að
hætta því.
Þama á hominu stóð hús
Petit Joumal. Þar vann ég fyr-
ir Tribune, þegar ég kom fyrst
til Parísar 1925. Beint á móti
því var Trois Portes kaffihúsið.
En hvað ég slæptist þar margar
glaðar stundir, þegar París var
í augum mínum dýrðleg borg
og fögur og ég átti þar heima.
Við snerum til vinstri niður
rue Pelletir til Grand Boule-
vard. Ég tók eftir því, að Petit
Riche var lokað. Gatan var auð
af fólki, en nokkrir þýzkir her-
menn gláptu inn um gluggana
á þeim fáu búðum, sem ekki
höfðu slegið hlerum fyrir þá.
Nú komum við á Óperutorg-
ið. í fyrsta skipti á ævi minni
sá ég þar enga þvögu af um-
ferð, né heyrði franska lög-
regluþjóna æpa í ráðleysi á
bíla, sem stóðu skorðaðir í
þvögunni. Háir hlaðar af sand-
pokum huldu framhlið Óperu-
hallarinnar. Café de la Paix
virtist nýlega hafa opnað aftur.
Einn þjónn var að tína út borð
og stóla. Þýzkir hermenn stóðu
á stéttinni og gripu við þessu.
Síðan snemm við til Madeleine
kirkjunnar. Framhlið hennar
var líka hulin sandpokum. Það-
an þutum við 'niður me Royale.
Ég sá, að lokað var hjá Laure
og Weber.
Nú blasa við augum kunnar
slóðir. Concorde torgið, Seine
og þinghöllin, þar sem blaktir
risavaxinn hakakrossfáni og í
fjarska blasir hin fagra Inval-
idakirkja. Við ökum fram hjá
Flotamálaráðuneytinu, þar sem
stór þýzkur skriðdreki bíður á
verði, og inn á Concordtorgið.
Þar nemum við staðar fyrir ut-
an Hótel Crillon, þar sem nú
eru herráðsstöðvar Þjóðverja.
Foringi okkar fór inn, til þess
að spyrjast fyrir um verastað
handa okkur.
Við fengum herbergi í Scribe,
þar sem ég hafði oft dvalið á
dögum siðmenningarinnar. Ég
varð bæði hissa og glaður, þeg-
HEIMILISRITIÐ
37