Heimilisritið - 01.12.1945, Síða 42

Heimilisritið - 01.12.1945, Síða 42
í París, LaVictoiré (lífið er stundum kaldhæðið) og Le Matin. Ég hitti Bueno-Varilla, útgefanda Matin, hjá sendiráð- inu í gær. Mér er sagt, að hon- um sé áhugamál að þóknast Þjóðverjum, til þess að afla blaði sínu v.insælda meðal þeirra. Það er þegar byrjað að ráðast á Englendinga og álasa þeim fyrir ófarir Frakka. La Victoire hvetur Parísarbúa til þess að hætta að kalla Þjóð- verja „Boches“. París, 19. júní 1940. Þýzkir herforingjar tóku mig með sér í skyndi út til Com- piégne klukkan hálf fimm í dag. En það var af vangá. Þeir áttp. ekki að gera það. Fyrir- skipanir höfðu skolast einhvem- veginn, og áður en þessu var kippt í liðinn, var ég kominn þangað. Hitler og Mussolini hittust í gær í Múnchen, til þess að koma sér saman um vopnahlésskilmála við Frakka. Þegar við komum á ákvörð- unarstaðinn klukkan sex í kvöld, voru vélamenn þýzka hersins í óða önn að rífa vegg úr safnhúsinu, þar sem geymd- ur var einkavagn Fochs hers- höfðingja, en í honum voru vopnahlésskilmálamir undirrit- aðir 1918. Nazistar segja mér, að það 40 eigi að koma vagninum fyrir á nákvæmlega sama stað og hann var, í litla rjóðrinu í Compiég- neskógi, klukkan fimm um morguninn 11. nóvember 1918, og láta Frakka undirrita þessa vopnahlésskilmála þar. Við töl- uðum við þýzka foringja og starfsmenn um ýmis tækniatr- iði viðkomandi útvarpi á at- höfninni. Þetta verður minnis- verður útvarpsleikur og harm- sögulegur fyrir Ameríkumenn. Höfuðsmaður nokkur fór með mér inn í vagninn og sýndi mér hann. Nafnspjöld voru á borð- inu við hvert sæti, og sýndu þau,. hvar hver hafði setið á hinum sögulega fundi 1918. Þegar við hurfum aftur til Parísar um kvöldið, námum við staðar á veginum, þar sem hann liðast um skógi vaxnar hæðir á milli Compiégne og Senlis. Sprengjum hafði verið varpað á litla, franska flutningalest á veginum. Á einum mílufjórð- ungi voru tuttugu grafir á dreif. Hrossskrokkar höfðu verið grafnir grunnt, og lagði enn af þeim rotnunarfýlu. Alls konar hlutir lágu þama á víð og dreif, ábreiður, kápur, skór, sokkar, byssur og skotfæri. Var auðséð, að það hafði verið yfirgefið í ofboði. Þama var ein 75 mm fallbyssa, og ég leit á ártalið á henni. 1918. Frakkar höfðu þá HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.