Heimilisritið - 01.12.1945, Síða 45
Systir Kamilla
Frönsk smásaga
eftir Jacques Cristophe
Hún var látin í klaustur af þvt að hún bafði verið
úti t hát að róa með ungum manni, og nú œtlaði
hún að verða nunna.
HÚN VAR með hvíta höfuð-
slæðu, en hún var ekki orðin
nunna.
Hún var ekki í kórnum, með
nunnunum er höfðu svartar höf-
uðslæður, og hún átti ekki heldur
sæti í pallstúku kirkjunnar ásamt
hinum nunnunum.
I>egar guðsþjónusta fór fram,
mátti sjá hana aftast í kapellunni
með andlitið falið í höndum sér.
Þegar hún stóð á fætur og gekk í
gegnum klausturgarðinn horfði
hún hvorki til hægri né vinstri, en
allar nunnurnar störðu á hana, því
hún var mjög fríð.
Þótt hún væri ekki nunna, var
hún alltaf kölluð systir Kamilla.
Hún hafði aldrei viljað vinna
neinn klaustureið. Klaustursyst-
urnar, sem enn höfðu ekki lokið
námi sínu, mundu eftir komu
hennar.
Kvöld eitt, fyrir tíu árum, kom
hún inn í borðsal klaustursins í
fyrsta skipti. Hún hafði liðað hár
og var mjög sorgbitin á svip.
„Þetta er iðrandi stúlka“, hvísl-
uðu hinar sín á milli. Sagt var að
hún hefði verið í þekktum kvenna-
skóla, en strokið þaðan. Svo þeg-
ar hafðist upp á henni aftur, var
henni komið fyrir í klaustri. Hún
mátti ekkert samband hafa við
umheiminn. Skólaborðið hennar
stóð næst kennarapúltinu. Skúff-
una í því hafði hún alltaf læsta.
Enginn hafði þess vegna hugmynd
um, hvort hún geymdi minjagrip
í skúffunni eða mynd af mannin-
um, sem átti að hafa breytt sak-
lausri og hreinni stúlku í „gler-
brot á mannfélagsins haug“.
Allir í klaustrinu héldu að Kam-
illa biði með óþreyju eftir að verða
myndug, og að daginn, sem hún
HEIMHJSRITIÐ
43