Heimilisritið - 01.12.1945, Page 47

Heimilisritið - 01.12.1945, Page 47
KLAUSTURSTÝRAN bandaði til hennar með hendinni. En Kam- illa hélt áfram: „Við töluðum saman um það, sem fram undamvar og litum svo björtum augum á framtíðina, að við gleymdum alveg stund og stað. Klukkan sjö sátum við enn í bátn- um okkar. En stjúpa mín hafði sama dag komið í skólann, þegar kennslustundum var lokið, og ætlað að mæta mér á leiðinni heim. Hún hafði beðið lengi hjá skóla- húsinu og leitað mín svo þar sem henni gat dottið í hug að ég myndi vera. Þegar ég kom heim var allt í hershöndum. Hegðun mín þótti refsiverð og ófyrirgefanleg. Það var farið með mig hingað í klaustr- ið eins og stórsyndara, þótt öll mín sök væri ekki önnur en sú, að hafa farið út í bát með pilti, að hafa drukkið sítrón með hon- um og gengið stundum með hon- um heim úr skólanum. Hann hafði samt lofað mér því, að gleyma mér aldrei og það var mér mikil huggun fyrstu mánuð- ina, sem ég var hérna. „Hvað sem fyrir kemur“, sagði Marcel við mig, þá skaltu alltaf treysta á mig. Ég skal finna þig, þótt ég verði að fara á heimsenda. Bíddu mín, hvað sem á dynur, mundu það!“ Áður en ég fór frá París fékk ég tækifæri til að skrifa honum nokkrar línur. Ég bað hann um að svara ekki bréfi mínu, en koma þess í stað og sækja mig. „Bréf getur gert hálfu verra“, skrifaði ég honum, „en þegar þú ert tilbúinn til að nema mig á brott, þá skaltu láta eina af þess- um smálíkneskjum, sem eru oft hafðar á vatnskassalokum bíla, ofan á vegginn, rétt hjá garðshlið- inu. Kvölds og morgna og oft á dag gekk ég út að garðshliðinu. Ég veit ekki hvað oft mér hef- ur sýnzt ég sjá merkið á veggbrún- inni, og þegar ég kraup við bæn- arskammelið mitt skalf ég oft af angist yfir því, að nú var styttan ef til vill uppi á veggnum, án þess að ég sæi hana. Ég flýtti mér alltaf út úr kapellunni eftir bænargerð- irnar, en það eina sem ég sá og fann á veggnum voru visnuð lauf- blöð. Daginn áður en ég varð tuttugu og eins árs, ákvað ég að komast að raun um, hvað um Marcel hefði orðið. Það var þá, sem ég fékk þá hugmynd, að hann hefði kvænzt. Ég var ekki í nokkrum vafa um það. Ég sá, eins og í draumsýn, götuna þar sem skól- inn var, hús foreldra minna og búðina, sem við verzluðum við. Ég þekkti aftur hús kærastans míns, og mér fannst hann ganga um það, við hlið ungrar stúlku. Mér fannst hann segja svipað við HEIMILISRITIÐ 45

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.